Lífið

Stjörnulífið: Skvísupartý, konu­dagurinn og Söngva­keppnin

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Liðin vika var stútfull af ævintýrum hjá stjörnum landsins.
Liðin vika var stútfull af ævintýrum hjá stjörnum landsins.

Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi febrúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Konudagurinn, Söngvakeppnin og skvísupartý bar þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða á skíðum í ítölsku Ölpunum.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Konudagurinn og rómantík

Konudagurinn var haldinn hátíðlega í gær þar sem rómantískir makar dekruðu við konurnar í sínu lífi.

Júlí Heiðar Halldórsson tónlistarmaður er þakklátur fyrir sína konu, Þórdísi Björk Þorfinssdóttur. Júlí birti mynd af þeim á lokakvöldi Söngvakeppninnar síðastliðið laugardagskvöld þar sem þau fluttu lagið Eldur. 

Halla Tómasdóttir forseti Íslands og Björn Skúlason, eiginmaður hennar fengu að smakka fyrsta eintakið af konudagskökunni, í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan fyrsta kaka ársins var kynnt.

Í tilefni dagsins skipulagði Kolbrún Pálína skvísuferð fyrir 23 vinkonur sínar sem endaði á Hótel Geysi í Haukadal.

Tónlistarkonan Svala Björgvins birti mynd af sér í tilefni dagsins.

Söngvakeppnin

VÆB-bræður, Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson, eru sigurvegarar Söngvakeppninnar sem fór fram síðastliðið laugardagskvöld og munu flytja lagið „Róa“ sem framlag Íslands í Eurovision árið 2025.

Vetrarfrí

Tónlistarkonan Birgitta Haukdal og fjölskylda skelltu sér á skíði til Madonna á Ítalíu í vetrarfríinu hjá Garðabæ.

Fann­ey Ingvars­dótt­ir, markaðsfull­trúi Bi­oef­fect, og fjölskylda fóru ásamt nokkrum vinapörum í frí til Paradísareyjunnar Tenerife.

Þjálfarahjónin Sandra Björg Helgadóttir og Hilm­ar Arn­ar­son slökuðu á í sveitinni.

Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Þórður Daníel skelltu sér á skíði í Búlgaríu.

Sól og sæla á suðrænum slóðum

Fjöldi Íslendinga flýja vetrarkuldann á þessum tíma árs á heitari slóðir.

Helga Þóra Bjarnadóttir nýtur lífsins á Taílandi.

Fyrirsætan Birta Abiba spókaði sig um á bikiníi á ströndinni erlendis.

Sól í Reykjavík

Tónlistarmaðurinn Aron Can gaf fylgjendum innsýn í venjulegan dag í lífi sínu. 

Tara Sif Birgisdóttir dansari og fasteignasali spókaði sig um í sólinni í Reykjavík.

Ofurskvísan og hlaðvarpsstýran Gugga í gúmmíbát fór út á lífið um helgina

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er stoltur af sinni konu, Söru Linnet, sem útskrifaðist með mastersgráðu í mannauðsstjórnun í vikunni.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur

Rómantíkin sveif yfir landinu um helgina þar sem fallegar kveðjur og ástarjátningar rigndu inn á samfélagsmiðla í tilefni Valentínusardagsins sem var haldinn hátíðlegur víðs vegar um heiminn síðastliðinn föstudag. Stjörnur landsins voru þar engin undantekning. 

Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun

Listir og menning lífguðu upp á skammdegið yfir liðna helgi með vetrarhátíð og tilheyrandi fjöri. Stjörnur landsins nutu sín í botn hvort sem það var á djamminu, á fjarlægum slóðum eða í kósí þegar veðurviðvaranir, stormur og eldingar tóku yfir. 

Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi

Ömurlegt veður, gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir settu svo sannarlega ekki strik í reikninginn í síðustu viku hjá stjörnum landsins. Hvort sem það voru utanlandsferðir á fjarlægari slóðum eða kósý heima, þá var allt að gerast í vikunni sem leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.