Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:03 Magnús Þór Jónasson, formaður KÍ, segir greinilegt að pólitík hafi verið í spilunum þegar sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm Formaður Kennarasambandsins segir höfnun samninganefndar sveitarfélaganna á innanhússtillögu ríkissáttasemja ekki hafa með pening að gera heldur pólitík. Sellur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan sambandsins hafi komið í veg fyrir að samningar næðust. Ríkissáttasemjari kynnti innanhússtillögu sína í gær í von um að leysa kjaradeiluna og samþykktu kennarar hana strax. Svar frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga barst ekki fyrr en í hádeginu en hún hafnaði tillögunni. Kennarar í grunnskólum víðs vegar um landið lögðu í kjölfarið niður störf. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa stutt tillöguna. Magnús Þór Jónasson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við Sindra Sindrason fréttaþul um stöðuna í viðræðunum og viðbrögð sveitarfélaganna. Hver er staðan núna? „Eins og kemur hérna fram urðu heilmiklar vendingar í hádeginu. Þetta kom okkur á óvart og þessi gangur allur hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Nú bíðum við bara frétta frá ríkissáttasemja,“ segir Magnús. Hann hafi hitt ríkissáttasemjara fljótlega upp úr hádegi og farið yfir atburðarásin í gærkvöldi og í hádeginu. „Svo eftir því sem hefur liðið á daginn þá hafa hlutirnir komið betur í ljós. Það er greinilega pólitík í spilinu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýr borgarstjóri lyfti hulunni af því að yfirlýsingar sem voru birtar um samhljóma álit stjórnar sambandsins eru kannski ekki alveg réttar,“ segir hann. Mælirin hafi fyllst hjá kennurum Finnst þér líklegt að kennarar séu að fara að mæta í vinnuna á mánudag? „Dagurinn í dag var eitthvað sem kom okkur hjá Kennarasambandinu algjörlega í opna skjöldu,“ segir Magnús. Hann segir algjörlega skýrt að kennarar muni ekki gera samning án forsenduákvæðis. Sambandið hafi þegar samþykkt slíkt ákvæði í janúar en nú berist þveröfug svör. „Þegar þetta birtist í hádeginu í dag fylgdist mælirinn greinilega hjá kennurum. Staðan er grafalvarleg, ég hef sagt það í marga mánuði,“ segir hann. Sellur í stjórninni leiddar af Sjálfstæðisflokki og Framsókn Sveitarfélögin fullyrða að lögð hafi verið til meira en 22 prósenta hækkun meðan aðrir fengu fimmtán prósent. Einhverjir myndu segja að það væri ósanngjarnt. „Við höfum farið yfir það að það hafa verið ágætisviðræður um framtíðarmarkmið um sameiginlega vegferð ríkis, sveitarfélaga og kennarasambandsins til þess að ná sérfræðingum í fræðslugeiranum á réttan stað,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin hafi verið afdráttarlaus í því að vilja koma til móts við þennan launamun og ný borgarstjórn sé það líka. Málið strandi á öðrum sveitar- og bæjarstjórum. „Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ segir hann. „Íslenskir kennarar eru settir núna í þá stöðu að þurfa að standa á milli í slag sveitarfélaga og ríkis þar sem einn meirihluti ræður sveitarfélögunum og annar ræður ríkinu. Nú treystum við á það að menn girði sig í brók og klári þetta mál,“ sagði Magnús að lokum. Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25 Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34 Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ríkissáttasemjari kynnti innanhússtillögu sína í gær í von um að leysa kjaradeiluna og samþykktu kennarar hana strax. Svar frá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga barst ekki fyrr en í hádeginu en hún hafnaði tillögunni. Kennarar í grunnskólum víðs vegar um landið lögðu í kjölfarið niður störf. Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr borgarstjóri og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist hafa stutt tillöguna. Magnús Þór Jónasson, formaður Kennarasambands Íslands, ræddi við Sindra Sindrason fréttaþul um stöðuna í viðræðunum og viðbrögð sveitarfélaganna. Hver er staðan núna? „Eins og kemur hérna fram urðu heilmiklar vendingar í hádeginu. Þetta kom okkur á óvart og þessi gangur allur hefur verið með hálfgerðum ólíkindum. Nú bíðum við bara frétta frá ríkissáttasemja,“ segir Magnús. Hann hafi hitt ríkissáttasemjara fljótlega upp úr hádegi og farið yfir atburðarásin í gærkvöldi og í hádeginu. „Svo eftir því sem hefur liðið á daginn þá hafa hlutirnir komið betur í ljós. Það er greinilega pólitík í spilinu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýr borgarstjóri lyfti hulunni af því að yfirlýsingar sem voru birtar um samhljóma álit stjórnar sambandsins eru kannski ekki alveg réttar,“ segir hann. Mælirin hafi fyllst hjá kennurum Finnst þér líklegt að kennarar séu að fara að mæta í vinnuna á mánudag? „Dagurinn í dag var eitthvað sem kom okkur hjá Kennarasambandinu algjörlega í opna skjöldu,“ segir Magnús. Hann segir algjörlega skýrt að kennarar muni ekki gera samning án forsenduákvæðis. Sambandið hafi þegar samþykkt slíkt ákvæði í janúar en nú berist þveröfug svör. „Þegar þetta birtist í hádeginu í dag fylgdist mælirinn greinilega hjá kennurum. Staðan er grafalvarleg, ég hef sagt það í marga mánuði,“ segir hann. Sellur í stjórninni leiddar af Sjálfstæðisflokki og Framsókn Sveitarfélögin fullyrða að lögð hafi verið til meira en 22 prósenta hækkun meðan aðrir fengu fimmtán prósent. Einhverjir myndu segja að það væri ósanngjarnt. „Við höfum farið yfir það að það hafa verið ágætisviðræður um framtíðarmarkmið um sameiginlega vegferð ríkis, sveitarfélaga og kennarasambandsins til þess að ná sérfræðingum í fræðslugeiranum á réttan stað,“ segir Magnús. Ríkisstjórnin hafi verið afdráttarlaus í því að vilja koma til móts við þennan launamun og ný borgarstjórn sé það líka. Málið strandi á öðrum sveitar- og bæjarstjórum. „Við erum komin á þann stað að það eru einhverjar sellur í stjórn sambandsins leiddar af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum farnar að líkamna það að við séum komin í pólitík. Þetta snýst ekkert í okkar huga lengur um peninga heldur pólitík,“ segir hann. „Íslenskir kennarar eru settir núna í þá stöðu að þurfa að standa á milli í slag sveitarfélaga og ríkis þar sem einn meirihluti ræður sveitarfélögunum og annar ræður ríkinu. Nú treystum við á það að menn girði sig í brók og klári þetta mál,“ sagði Magnús að lokum.
Kennaraverkfall 2024-25 Börn og uppeldi Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25 Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34 Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Skilur vel reiðina sem blossi upp Formaður Félags grunnskólakennara segist hafa fullan skilning á því að kennarar treysti sér ekki til kennslu eftir hádegið í dag eftir útspil Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hafi þó ekki vitað af skipulagðri útgöngu kennara víða um landið. 21. febrúar 2025 14:25
Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Kennarar í fjölmörgum grunnskólum landsins lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi. Formaður félags grunnskólakennara segir ekki um skipulagða aðgerð á vegum félagsins að ræða. 21. febrúar 2025 12:34
Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði klukkan 11:59 innanhússtillögu ríkissáttasemjara í deilu kennara við hið opinbera. Kennarar samþykktu tillöguna síðdegis í gær en sveitarfélögin telja sig ekki geta fallist á tvennt í tillögu sáttasemjara. 21. febrúar 2025 11:29