Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. febrúar 2025 11:46 Framrúðan var mölbrotin. Afturelding Gríðarleg skemmdarverk voru unnin á liðsrútu Aftureldingar í nótt. Rútan hefur verið í eigu félagsins síðan 2010 og segja forsvarsmenn félagsins að sorgin í samfélaginu sé mikil. „Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
„Leikmenn karlaliðs Aftureldingar í fótbolta voru á leið út á flugvöll í æfingarferð, þá komum við svona að rútunni í morgun. Það er alveg ömurlegt að koma að þessu svona, alveg glatað,“ segir Garðar Smárason, en sonur hans er einn af þjálfurum liðsins. Hann segir að umsjónarmaður rútunnar, Einar, sé einn af máttarstólpum Aftureldingar. Hanna Símonardóttir, kona Einars, er annar máttarstólpi Aftureldingar. Hún segir að rútan hafi verið í eigu félagsins frá 2010 og hafi flutt Aftureldingu um allt land. „Þessi rúta kom þeim upp úr annarri deildinni og upp úr Lengjudeildinni. Það má segja að það sé sögulegt afrek út af fyrir sig,“ segir hún. Erfitt að finna varahluti Rútan er frá árinu 1984 og segir Hanna ekki hlaupið að því að finna varahluti í hana. „Rútan er 41 árs í dag og hefur þjónað okkur vel. Hún er í toppstandi til að gera það áfram þökk sé Einari, sem klappar henni á hverjum degi,“ segir hún. Hún segir að Einar hafi verið að leita undanfarin ár að varaframrúðu, en hafi hingað til ekkert fundið. Skemmdarverkið sé töluvert mikið verra fyrir vikið. Hún segir Aftureldingu skora á þá sem frömdu skemmdarverkin að gefa sig fram. „Ég held það hljóti að vera að þeir sem hagi sér svona, þeim líði ekki vel,“ segir hún. Rútan er árgerð 1984.Afturelding Tvær rúður voru mölbrotnar.Afturelding
Afturelding Mosfellsbær Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira