Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 08:35 Mikil óvissa ríkir meðal transfólks bæði í Bandaríkjunum og erlendis vegna tilskipana stjórnvalda er varða vegabréf og vegabréfsáritanir. Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi virðist ekki geta fullyrt að Íslendingar sem eru með kynsegin skráningu í vegabréfinu sínu lendi ekki í vandræðum við komuna til Bandaríkjanna. Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að Hinsegin kórinn hefði hætt við þátttöku í World Pride sem fram fer í Washington D.C. í sumar. Áhyggjur eru uppi um að kynsegin meðlimum kórsins verði ekki hleypt inn í landið. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúar geta Bandaríkjamenn nú aðeins verið „karl“ eða „kona“ í opinberum gögnum og á persónuskilríkjum á borð við vegabréf. Aðför forsetans gegn trans fólki nýtur töluverðs stuðnings meðal Repúblikana. Á myndinni má sjá þingmanninn Ronny Jackson frá Texas lýsa velþóknun sinni.Getty/Andrew Harnik Fréttastofa sendi fyrirspurn á sendiráð Bandaríkjanna og spurði fjögurra spurninga: Getur fólk verið viss um að vera hleypt inn í Bandaríkin ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfi sínu? Er X/annað valkostur á ESTA umsóknareyðublöðunum? Getur fólk verið visst um að lenda ekki í vandræðum ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfinu sínu en neyðist til að velja „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum vestanhafs? Þá sagði í fyrirspurninni að kynsegin fólk óttaðist að jafnvel þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu gefið út að kynsegin fólk yrði ekki hindrað í því að koma til landsins, þá yrði það fyrir áreitni og jafnvel hindrunum að hálfu landamæravarða. Gæti fólk verið öruggt um að komast inn í landið með vegabréf sem samræmdust ekki kynjatvíhyggju stjórnvalda? Engar leiðbeiningar gefnar út enn sem komið er Sendiráðið gaf ekki svar við einstaka spurningum heldur ítrekaði að Tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefði umsjón með úthlutun vegabréfsáritana og ESTA-heimilda. Stofnunin hefði ekki gefið út leiðbeiningar hvað þetta varðaði. Þá var vísað á fréttavef stofnunarinnar. „The Visa Waiver/ESTA Program is administered by the U.S. Department of Homeland Security, specifically the U.S. Customs and Border Protection (CBP) agency. CBP has not issued any guidance yet about these questions. We recommend you check the newsroom of their website (https://www.cbp.gov/newsroom) frequently for the most up-to-date information.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki gefið út ráðleggingar til erlendra kynsegin ferðamanna í kjölfar breytinganna, er enn að finna á vef utanríkisráðuneytisins ráðleggingar til hinsegin Bandaríkjamanna um ferðalög erlendis. Þar hefur fyrirsögninni hins vegar verið breytt til að endurspegla nýja stefnu og talað um „LGB ferðalanga“ í stað „LGBTQI+ ferðalanga“. Kynsegin fólk hefur þannig verið máð út en í textanum er talað um að „mörg ríki“ samþykki ekki aðra skráningu en „karl“ eða „kona“ í vegabréfum, án þess að geta þess að Bandaríkin séu nú þeirra á meðal. Höfða mál gegn ríkinu Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að gefnar verði út leiðbeiningar til erlendra kynsegin ferðamanna. Eins og fram kom í umfjöllun fréttastofu í síðustu viku eru margir uggandi vegna stöðu mála, bæði hvað varðar öryggi í Bandaríkjunum og möguleikann á því að vera stöðvaður við landamærin. American Civil Liberties Union hefur höfðað mál fyrir hönd sjö einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vegabréfin sín eftir að Trump gaf það út að nú væru aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum og að þau ákvörðuðust við fæðingu. Efnt var til athafnar í New York um síðustu helgi, til að minnast Sam Nordquist og tveggja annarra trans einstaklinga sem voru myrtir á árinu.Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein NPR hefur greint frá einu slíku máli, sem varðar trans mann sem sótti um nýtt vegabréf eftir að Trump tók embætti. Vegabréfið hans var ekki útrunnið en hann vildi fá nýtt sem endurspeglaði rétt nafn og kyn, rétt eins og önnur persónuskilríki sem hann hafði þegar fengið breytt. Louie, eins og hann er kallaður í umfjöllun NPR, fékk nýtt vegabréf með réttu nafni en er enn skráður „kona“. Hann er meðal þeirra sem óttast afleiðingar þess að vegabréfið hans segir hann „konu“ en önnur skilríki, og útlitið, endurspegla að hann er karl. Áður en Trump komst aftur til valda gat kynsegin fólk valið kynskráninguna „X“ í vegabréfinu, líkt og tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi og víðar. Sérstaklega sótt að trans íþróttafólki Nýjustu vendingar áttu sér stað í gær, þegar Guardian greindi frá því að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði fyrirskipað embættismönnum sínum um allan heim að neita trans íþróttafólki sem hyggst taka þátt í keppnum vestanhafs um vegabréfsáritun. Þá eiga þeir yfir höfði sér ævilangt bann frá því að koma til Bandaríkjanna sem taldir eru hafa greint ranglega frá um líffræðilegt kyn sitt á umsókn um vegabréfsáritun. Um er að ræða bann á grundvelli lagagreinar sem hefur hingað til verið beitt gegn þeim sem beita svikum til að komast inn í landið. Forsetinn umkringdi sig konum og stúlkum þegar hann undirritaði tilskipun um bann gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum.Getty/Andrew Harnik Í tilskipuninni frá utanríkisráðherranum Marco Rubio segir að embættismönnum beri að taka það til athugunar hvort rétt sé að meina einstaklingum um að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir „segja ósatt“ um kyn sitt eða tilgang ferðar sinnar til landsins. Bandaríkjaforseti hefur nú þegar bannað trans konum að keppa í kvennaíþróttum og þá skipaði hann Rubio að greina Ólympíunefndinni frá því að Bandaríkin myndu „ekki standa hjá og horf á karla berja kvenkyns íþróttamenn“. Áætlanir gera ráð fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Los Angeles árið 2028. Svo virðist sem umrædd tilskipun frá utanríkisráðuneytinu eigi aðallega við um vegabréfsáritanir vegna þátttöku á íþróttamótum en hún hlýtur að valda enn frekari óvissu meðal trans íþróttafólks og annars trans fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í öðrum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Fréttastofa greindi frá því í síðustu viku að Hinsegin kórinn hefði hætt við þátttöku í World Pride sem fram fer í Washington D.C. í sumar. Áhyggjur eru uppi um að kynsegin meðlimum kórsins verði ekki hleypt inn í landið. Eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við embætti í janúar geta Bandaríkjamenn nú aðeins verið „karl“ eða „kona“ í opinberum gögnum og á persónuskilríkjum á borð við vegabréf. Aðför forsetans gegn trans fólki nýtur töluverðs stuðnings meðal Repúblikana. Á myndinni má sjá þingmanninn Ronny Jackson frá Texas lýsa velþóknun sinni.Getty/Andrew Harnik Fréttastofa sendi fyrirspurn á sendiráð Bandaríkjanna og spurði fjögurra spurninga: Getur fólk verið viss um að vera hleypt inn í Bandaríkin ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfi sínu? Er X/annað valkostur á ESTA umsóknareyðublöðunum? Getur fólk verið visst um að lenda ekki í vandræðum ef það er skráð kynsegin/annað í vegabréfinu sínu en neyðist til að velja „karl“ eða „kona“ á eyðublöðum vestanhafs? Þá sagði í fyrirspurninni að kynsegin fólk óttaðist að jafnvel þótt stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu gefið út að kynsegin fólk yrði ekki hindrað í því að koma til landsins, þá yrði það fyrir áreitni og jafnvel hindrunum að hálfu landamæravarða. Gæti fólk verið öruggt um að komast inn í landið með vegabréf sem samræmdust ekki kynjatvíhyggju stjórnvalda? Engar leiðbeiningar gefnar út enn sem komið er Sendiráðið gaf ekki svar við einstaka spurningum heldur ítrekaði að Tolla- og landamærastofnun Bandaríkjanna hefði umsjón með úthlutun vegabréfsáritana og ESTA-heimilda. Stofnunin hefði ekki gefið út leiðbeiningar hvað þetta varðaði. Þá var vísað á fréttavef stofnunarinnar. „The Visa Waiver/ESTA Program is administered by the U.S. Department of Homeland Security, specifically the U.S. Customs and Border Protection (CBP) agency. CBP has not issued any guidance yet about these questions. We recommend you check the newsroom of their website (https://www.cbp.gov/newsroom) frequently for the most up-to-date information.“ Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki gefið út ráðleggingar til erlendra kynsegin ferðamanna í kjölfar breytinganna, er enn að finna á vef utanríkisráðuneytisins ráðleggingar til hinsegin Bandaríkjamanna um ferðalög erlendis. Þar hefur fyrirsögninni hins vegar verið breytt til að endurspegla nýja stefnu og talað um „LGB ferðalanga“ í stað „LGBTQI+ ferðalanga“. Kynsegin fólk hefur þannig verið máð út en í textanum er talað um að „mörg ríki“ samþykki ekki aðra skráningu en „karl“ eða „kona“ í vegabréfum, án þess að geta þess að Bandaríkin séu nú þeirra á meðal. Höfða mál gegn ríkinu Aðgerðasinnar hafa kallað eftir því að gefnar verði út leiðbeiningar til erlendra kynsegin ferðamanna. Eins og fram kom í umfjöllun fréttastofu í síðustu viku eru margir uggandi vegna stöðu mála, bæði hvað varðar öryggi í Bandaríkjunum og möguleikann á því að vera stöðvaður við landamærin. American Civil Liberties Union hefur höfðað mál fyrir hönd sjö einstaklinga sem hafa lent í vandræðum með vegabréfin sín eftir að Trump gaf það út að nú væru aðeins tvö kyn í Bandaríkjunum og að þau ákvörðuðust við fæðingu. Efnt var til athafnar í New York um síðustu helgi, til að minnast Sam Nordquist og tveggja annarra trans einstaklinga sem voru myrtir á árinu.Getty/Corbis/Andrew Lichtenstein NPR hefur greint frá einu slíku máli, sem varðar trans mann sem sótti um nýtt vegabréf eftir að Trump tók embætti. Vegabréfið hans var ekki útrunnið en hann vildi fá nýtt sem endurspeglaði rétt nafn og kyn, rétt eins og önnur persónuskilríki sem hann hafði þegar fengið breytt. Louie, eins og hann er kallaður í umfjöllun NPR, fékk nýtt vegabréf með réttu nafni en er enn skráður „kona“. Hann er meðal þeirra sem óttast afleiðingar þess að vegabréfið hans segir hann „konu“ en önnur skilríki, og útlitið, endurspegla að hann er karl. Áður en Trump komst aftur til valda gat kynsegin fólk valið kynskráninguna „X“ í vegabréfinu, líkt og tíðkast í Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi, Indlandi og víðar. Sérstaklega sótt að trans íþróttafólki Nýjustu vendingar áttu sér stað í gær, þegar Guardian greindi frá því að bandaríska utanríkisráðuneytið hefði fyrirskipað embættismönnum sínum um allan heim að neita trans íþróttafólki sem hyggst taka þátt í keppnum vestanhafs um vegabréfsáritun. Þá eiga þeir yfir höfði sér ævilangt bann frá því að koma til Bandaríkjanna sem taldir eru hafa greint ranglega frá um líffræðilegt kyn sitt á umsókn um vegabréfsáritun. Um er að ræða bann á grundvelli lagagreinar sem hefur hingað til verið beitt gegn þeim sem beita svikum til að komast inn í landið. Forsetinn umkringdi sig konum og stúlkum þegar hann undirritaði tilskipun um bann gegn þátttöku trans kvenna í kvennaíþróttum.Getty/Andrew Harnik Í tilskipuninni frá utanríkisráðherranum Marco Rubio segir að embættismönnum beri að taka það til athugunar hvort rétt sé að meina einstaklingum um að ferðast til Bandaríkjanna ef þeir „segja ósatt“ um kyn sitt eða tilgang ferðar sinnar til landsins. Bandaríkjaforseti hefur nú þegar bannað trans konum að keppa í kvennaíþróttum og þá skipaði hann Rubio að greina Ólympíunefndinni frá því að Bandaríkin myndu „ekki standa hjá og horf á karla berja kvenkyns íþróttamenn“. Áætlanir gera ráð fyrir að Ólympíuleikarnir verði haldnir í Los Angeles árið 2028. Svo virðist sem umrædd tilskipun frá utanríkisráðuneytinu eigi aðallega við um vegabréfsáritanir vegna þátttöku á íþróttamótum en hún hlýtur að valda enn frekari óvissu meðal trans íþróttafólks og annars trans fólks sem hyggst ferðast til Bandaríkjanna í öðrum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira