Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 13:16 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. Það var á föstudaginn sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tilkynnti um að hún féllist ekki á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem kennarar höfðu samþykkt. Hún hljóðaði upp á 24,5 prósenta hækkun á samningstímabilinu. Sambandið fundaði um stöðu mála í morgun en fundi lauk á ellefta tímanum. Einn af stjórnarmönnunum sagði að á fundi morgunsins hefðu allir stjórnarmenn verið viðstaddir. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður SÍS, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hún hafi stutt innanhússtillöguna. Fréttastofa hefur ekki náð á henni til að fá svör um hvort hún hyggist gera sérkjarasamning við kennara fyrir borgina. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki hrifin af þeim prósentutölum sem hafa verið nefnd í samningaviðræðunum kennara við ríki og sveitarfélög. „Þetta hljómar í okkar eyru eins og innistæðulaus lífskjarasókn og það sem við veltum fyrir okkur fyrst og fremst er hver á að borga? En eins líka hvaða áhrif svona miklar hækkanir myndu hafa á aðra samninga.“ Hún segir að hinir svonefndu stöðugleikasamningar sem gerðir voru fyrir ári hafi byggt á ákveðnum efnahagsforsendum og að deiluaðilar hafi viljað leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. „Þess vegna vorum við að gera langtíma kjarasamninga þar sem var verið að semja um launahækkanir árlega sem nema 3,25-3,5% og að lágmarki 23.759 kr. En þetta lágmark það tryggir þeim sem eru með lægstu launin hlutfalslega meiri hækkun. En ef við bara horfum í gegnum tölurnar og reiknum út skurðpunktinn þá sjáum við það að allir þeir sem eru yfir launum 678.571 á mánuði, þeir eiga að fá 3,5% hækkun núna í ár og næstu tvö ár og ef við bara horfum á grunnlaun kennara þá sjáum við það að þau eru að meðaltali hærri en þessi skurðpunktur og það er þess vegna sem við stöldruðum við þegar opinberir launagreiðendur samþykktu þessa fyrri innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram og við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni.“ Sigríði Margréti hugnast ekki að hið opinbera leiði kjaraþróun í landinu. „Við gerum þá kröfu að þeirri launastefnu sem samið er um á almenna markaði, henni sé fylgt að opinberir launagreiðendur þeir hætti að leiða kjaraþróun í þessu landi. Þeir verða líka að kostnaðarmeta sérréttindi opinberra starfsmanna þegar þeir eru að gera kjarasamninga vegna þess að annars er bara tómt mál að tala um lífskjarasókn sem innistæða er fyrir.“ Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Það var á föstudaginn sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tilkynnti um að hún féllist ekki á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem kennarar höfðu samþykkt. Hún hljóðaði upp á 24,5 prósenta hækkun á samningstímabilinu. Sambandið fundaði um stöðu mála í morgun en fundi lauk á ellefta tímanum. Einn af stjórnarmönnunum sagði að á fundi morgunsins hefðu allir stjórnarmenn verið viðstaddir. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður SÍS, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hún hafi stutt innanhússtillöguna. Fréttastofa hefur ekki náð á henni til að fá svör um hvort hún hyggist gera sérkjarasamning við kennara fyrir borgina. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki hrifin af þeim prósentutölum sem hafa verið nefnd í samningaviðræðunum kennara við ríki og sveitarfélög. „Þetta hljómar í okkar eyru eins og innistæðulaus lífskjarasókn og það sem við veltum fyrir okkur fyrst og fremst er hver á að borga? En eins líka hvaða áhrif svona miklar hækkanir myndu hafa á aðra samninga.“ Hún segir að hinir svonefndu stöðugleikasamningar sem gerðir voru fyrir ári hafi byggt á ákveðnum efnahagsforsendum og að deiluaðilar hafi viljað leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. „Þess vegna vorum við að gera langtíma kjarasamninga þar sem var verið að semja um launahækkanir árlega sem nema 3,25-3,5% og að lágmarki 23.759 kr. En þetta lágmark það tryggir þeim sem eru með lægstu launin hlutfalslega meiri hækkun. En ef við bara horfum í gegnum tölurnar og reiknum út skurðpunktinn þá sjáum við það að allir þeir sem eru yfir launum 678.571 á mánuði, þeir eiga að fá 3,5% hækkun núna í ár og næstu tvö ár og ef við bara horfum á grunnlaun kennara þá sjáum við það að þau eru að meðaltali hærri en þessi skurðpunktur og það er þess vegna sem við stöldruðum við þegar opinberir launagreiðendur samþykktu þessa fyrri innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram og við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni.“ Sigríði Margréti hugnast ekki að hið opinbera leiði kjaraþróun í landinu. „Við gerum þá kröfu að þeirri launastefnu sem samið er um á almenna markaði, henni sé fylgt að opinberir launagreiðendur þeir hætti að leiða kjaraþróun í þessu landi. Þeir verða líka að kostnaðarmeta sérréttindi opinberra starfsmanna þegar þeir eru að gera kjarasamninga vegna þess að annars er bara tómt mál að tala um lífskjarasókn sem innistæða er fyrir.“
Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55