Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2025 11:03 Bjarni Már er deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Vísir/Baldur Prófessor í lögfræði telur að í ljósi breyttra aðstæðna í alþjóðamálum þurfi að grípa til aðgerða án tafar. Hann leggur til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda hergagnaframleiðslu. „Fyrir nokkrum dögum hófst nýtt tímabil í sögu Evrópu. Pax Americana – hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkin hafa veitt álfunni – gufaði upp,“ segir Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, í aðsendri grein í Morgunblaði dagsins. Ísland hafi allt frá 1941 reitt sig á varnir Bandaríkjanna, þar sem aðildin að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og varnarsamningurinn frá 1951 hafi gegnt lykilhlutverki. Síðustu ár hafi íslenska ríkið lagt meira til öryggis- og varnarmála, en eigi mjög langt í land með að ná viðmiðum annarra aðildarríkja NATO. Trump sýni bandamönnum fjandsamlegt viðmót Bjarni Már segir að sú heimsmynd sem Ísland hafi grundvallað öryggis- og varnarmál sín á hafi tekið stakkaskiptum. Bandaríkin hafi í auknum mæli dregið úr áherslu sinni á öryggi Evrópu og beini nú sjónum sínum að Kyrrahafi og Asíu. Við það bætist pólitískur óstöðugleiki innan Bandaríkjanna, sem valdi óvissu um langvarandi skuldbindingar þeirra á alþjóðavettvangi. „Núverandi forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað sýnt bandamönnum sínum fjandsamlegt viðmót, þar á meðal Kanada, Danmörku og Grænlandi, sem hefur vakið áleitnar spurningar um hvort Bandaríkin muni virða skuldbindingar sínar ef öryggi bandamanna þeirra er ógnað. Framganga varaforsetans er ekki skárri, eins og sást í München á dögunum.“ Samhliða þessari þróun hafi öryggisumhverfi Evrópu gjörbreyst með ólöglegu árásarstríði Rússlands í Úkraínu sem Norður-Kórea taki þátt í. Við þessar aðstæður verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður og tryggja að landið sé í stakk búið til að takast á við hugsanlegar ógnir og árásir í samstarfi við önnur lýðræðisríki. Rökrétt framhald „Eitt mikilvægasta skrefið í þá átt er stofnun íslensks hers. Slík stofnun er ekki einungis rökrétt framhald í íslenskum varnar- og öryggismálum heldur einnig nauðsynlegt skref í átt að sjálfbærari og raunhæfari öryggisstefnu,“ segir Bjarni Már. Með því gæti Ísland byggt upp sérhæfðan, hátæknivæddan varnarher sem myndi fyrst og fremst sinna eftirliti, gæslu íslenskra hafsvæða og viðbrögðum við ógnunum á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum. Slíkur her myndi einnig styrkja stöðu Íslands innan NATO sem og í öðru varnarsamstarfi og sýna að Ísland taki þátt í sameiginlegum vörnum vinveittra ríkja með festu og ábyrgð. Ísland geti ekki verið herlaust lengur Í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi geti Ísland ekki lengur verið herlaust ríki. Þó að mörgum kunni að þykja slíkar hugmyndir róttækar og jafnvel fráleitar sé ljóst að fyrri nálganir duga ekki lengur. Til þess að tryggja öryggi landsins og styrkja stöðu þess í samfélagi þjóðann leggur Bjarni Már til að gripið verði tafarlaus til eftirfarandi aðgerða: Stofnun varnarmálaráðuneytis: Til að Ísland geti tekið virkan þátt í sameiginlegum vörnum bandalagsríkja NATO er brýnt að efla stjórnsýslu varnarmála og tryggja skýra stefnumörkun og ábyrgð á þessu sviði. Aukning varnarfjárveitinga: Ísland ætti að skuldbinda sig til að verja að lágmarki 3% af vergri landsframleiðslu til varnarmála, í samræmi við aukin viðmið margra Evrópuríkja. Stofnun íslensks hers: Uppbygging sérhæfðs hers á grunni núverandi ríkisstofnana sem sinna varnartengdum verkefnum myndi tryggja öflugan viðbúnað landsins. Hugsanleg upptaka herskyldu: Alvarlega ætti að skoða upptöku herskyldu líkt og tíðkast í hinum Norðurlandaríkjunum. #Stofnun leyniþjónustu: Sérhæfð greiningar- og öryggisstofnun verði reist á grunni þeirra stofnana sem sinna greiningarvinnu í dag með það að markmiði að afla upplýsinga og verjast netárásum, hryðjuverkastarfsemi, upplýsingahernaði og leynilegum aðgerðum erlendra ríkja. Efling innlends varnarmálaiðnaðar og framleiðsla hergagna: Stjórnvöld ættu að styðja við þróun innlendra hátæknilausna fyrir varnar- og öryggismál og stuðla að framleiða hergagna hérlendis. # Stóraukin kennsla og rannsóknir í varnarmálum: Háskólar landsins ættu að stórefla kennslu og rannsóknir á sviði varnarmála í samstarfi við vinveitt ríki. Ljóst að heimurinn sé að breytast Með þessum aðgerðum geti Ísland betur tryggt eigið öryggi, styrkt stöðu sína á alþjóðavettvangi og tekið fulla ábyrgð á vörnum landsins. „Þrátt fyrir að sumum kunni að finnast þessar tillögur óvenjulegar og ekki í anda orða forsætisráðherra um að fólk þurfi að anda ofan í kviðinn er ljóst að sá heimur sem Ísland áður treysti á er að breytast. Það er ekki einungis nauðsynlegt að axla mun meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður, heldur einnig rökrétt skref í átt að sjálfstæðari og sterkari þjóð sem stendur vörð um eigin hagsmuni, yfirráðasvæði og fullveldi.“ Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
„Fyrir nokkrum dögum hófst nýtt tímabil í sögu Evrópu. Pax Americana – hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkin hafa veitt álfunni – gufaði upp,“ segir Bjarni Már Magnússon, deildarforseti og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst, í aðsendri grein í Morgunblaði dagsins. Ísland hafi allt frá 1941 reitt sig á varnir Bandaríkjanna, þar sem aðildin að Atlantshafsbandalaginu, NATO, og varnarsamningurinn frá 1951 hafi gegnt lykilhlutverki. Síðustu ár hafi íslenska ríkið lagt meira til öryggis- og varnarmála, en eigi mjög langt í land með að ná viðmiðum annarra aðildarríkja NATO. Trump sýni bandamönnum fjandsamlegt viðmót Bjarni Már segir að sú heimsmynd sem Ísland hafi grundvallað öryggis- og varnarmál sín á hafi tekið stakkaskiptum. Bandaríkin hafi í auknum mæli dregið úr áherslu sinni á öryggi Evrópu og beini nú sjónum sínum að Kyrrahafi og Asíu. Við það bætist pólitískur óstöðugleiki innan Bandaríkjanna, sem valdi óvissu um langvarandi skuldbindingar þeirra á alþjóðavettvangi. „Núverandi forseti Bandaríkjanna hefur ítrekað sýnt bandamönnum sínum fjandsamlegt viðmót, þar á meðal Kanada, Danmörku og Grænlandi, sem hefur vakið áleitnar spurningar um hvort Bandaríkin muni virða skuldbindingar sínar ef öryggi bandamanna þeirra er ógnað. Framganga varaforsetans er ekki skárri, eins og sást í München á dögunum.“ Samhliða þessari þróun hafi öryggisumhverfi Evrópu gjörbreyst með ólöglegu árásarstríði Rússlands í Úkraínu sem Norður-Kórea taki þátt í. Við þessar aðstæður verði Ísland að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður og tryggja að landið sé í stakk búið til að takast á við hugsanlegar ógnir og árásir í samstarfi við önnur lýðræðisríki. Rökrétt framhald „Eitt mikilvægasta skrefið í þá átt er stofnun íslensks hers. Slík stofnun er ekki einungis rökrétt framhald í íslenskum varnar- og öryggismálum heldur einnig nauðsynlegt skref í átt að sjálfbærari og raunhæfari öryggisstefnu,“ segir Bjarni Már. Með því gæti Ísland byggt upp sérhæfðan, hátæknivæddan varnarher sem myndi fyrst og fremst sinna eftirliti, gæslu íslenskra hafsvæða og viðbrögðum við ógnunum á Norður-Atlantshafi og á norðurslóðum. Slíkur her myndi einnig styrkja stöðu Íslands innan NATO sem og í öðru varnarsamstarfi og sýna að Ísland taki þátt í sameiginlegum vörnum vinveittra ríkja með festu og ábyrgð. Ísland geti ekki verið herlaust lengur Í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi geti Ísland ekki lengur verið herlaust ríki. Þó að mörgum kunni að þykja slíkar hugmyndir róttækar og jafnvel fráleitar sé ljóst að fyrri nálganir duga ekki lengur. Til þess að tryggja öryggi landsins og styrkja stöðu þess í samfélagi þjóðann leggur Bjarni Már til að gripið verði tafarlaus til eftirfarandi aðgerða: Stofnun varnarmálaráðuneytis: Til að Ísland geti tekið virkan þátt í sameiginlegum vörnum bandalagsríkja NATO er brýnt að efla stjórnsýslu varnarmála og tryggja skýra stefnumörkun og ábyrgð á þessu sviði. Aukning varnarfjárveitinga: Ísland ætti að skuldbinda sig til að verja að lágmarki 3% af vergri landsframleiðslu til varnarmála, í samræmi við aukin viðmið margra Evrópuríkja. Stofnun íslensks hers: Uppbygging sérhæfðs hers á grunni núverandi ríkisstofnana sem sinna varnartengdum verkefnum myndi tryggja öflugan viðbúnað landsins. Hugsanleg upptaka herskyldu: Alvarlega ætti að skoða upptöku herskyldu líkt og tíðkast í hinum Norðurlandaríkjunum. #Stofnun leyniþjónustu: Sérhæfð greiningar- og öryggisstofnun verði reist á grunni þeirra stofnana sem sinna greiningarvinnu í dag með það að markmiði að afla upplýsinga og verjast netárásum, hryðjuverkastarfsemi, upplýsingahernaði og leynilegum aðgerðum erlendra ríkja. Efling innlends varnarmálaiðnaðar og framleiðsla hergagna: Stjórnvöld ættu að styðja við þróun innlendra hátæknilausna fyrir varnar- og öryggismál og stuðla að framleiða hergagna hérlendis. # Stóraukin kennsla og rannsóknir í varnarmálum: Háskólar landsins ættu að stórefla kennslu og rannsóknir á sviði varnarmála í samstarfi við vinveitt ríki. Ljóst að heimurinn sé að breytast Með þessum aðgerðum geti Ísland betur tryggt eigið öryggi, styrkt stöðu sína á alþjóðavettvangi og tekið fulla ábyrgð á vörnum landsins. „Þrátt fyrir að sumum kunni að finnast þessar tillögur óvenjulegar og ekki í anda orða forsætisráðherra um að fólk þurfi að anda ofan í kviðinn er ljóst að sá heimur sem Ísland áður treysti á er að breytast. Það er ekki einungis nauðsynlegt að axla mun meiri ábyrgð á eigin vörnum en áður, heldur einnig rökrétt skref í átt að sjálfstæðari og sterkari þjóð sem stendur vörð um eigin hagsmuni, yfirráðasvæði og fullveldi.“
Stofnun varnarmálaráðuneytis: Til að Ísland geti tekið virkan þátt í sameiginlegum vörnum bandalagsríkja NATO er brýnt að efla stjórnsýslu varnarmála og tryggja skýra stefnumörkun og ábyrgð á þessu sviði. Aukning varnarfjárveitinga: Ísland ætti að skuldbinda sig til að verja að lágmarki 3% af vergri landsframleiðslu til varnarmála, í samræmi við aukin viðmið margra Evrópuríkja. Stofnun íslensks hers: Uppbygging sérhæfðs hers á grunni núverandi ríkisstofnana sem sinna varnartengdum verkefnum myndi tryggja öflugan viðbúnað landsins. Hugsanleg upptaka herskyldu: Alvarlega ætti að skoða upptöku herskyldu líkt og tíðkast í hinum Norðurlandaríkjunum. #Stofnun leyniþjónustu: Sérhæfð greiningar- og öryggisstofnun verði reist á grunni þeirra stofnana sem sinna greiningarvinnu í dag með það að markmiði að afla upplýsinga og verjast netárásum, hryðjuverkastarfsemi, upplýsingahernaði og leynilegum aðgerðum erlendra ríkja. Efling innlends varnarmálaiðnaðar og framleiðsla hergagna: Stjórnvöld ættu að styðja við þróun innlendra hátæknilausna fyrir varnar- og öryggismál og stuðla að framleiða hergagna hérlendis. # Stóraukin kennsla og rannsóknir í varnarmálum: Háskólar landsins ættu að stórefla kennslu og rannsóknir á sviði varnarmála í samstarfi við vinveitt ríki.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira