Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2025 16:01 Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason í glæsilegum sokkum sem koma úr hönnun Prins Póló. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir forseti Íslands og eiginmaður hennar Björn Skúlason fengu í dag afhent fyrstu Mottumarssokkapörin á Bessastöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem Halla veitir sokkunum viðtöku í embætti en þetta varð að hefð í tíð Guðna Th. Jóhannessonar sem forseta. Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Eins og alþjóð veit er um að ræða árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum. Í ár er áhersla Mottumars á tenginguna á milli lífsstíls og krabbameina, að því er segir í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Félagið vill í Mottumars vekja athygli á að bæði óheilbrigðar og heilbrigðar lífsvenjur verða til á löngum tíma. Að minnsta kosti þriðja hvert krabbameinstilvik tengist lífsstíl. Þó að enginn sé öruggur sé hægt að draga úr líkum á krabbameinum með heilsusamlegum lífsstíl. Þar sé svo sannarlega hægt að gera betur og tilfinningin sé sú að of margir karlmenn taki lífsstíl sinn ekki nógu alvarlega. Því vill Krabbameinsfélagið breyta. Fulltrúar Krabbameinsfélagsins afhentu forsetahjónunum fyrstu sokkana.Vísir/Vilhelm Úr smiðju Prins Póló Í ár eru Mottumarssokkarnir hannaðir af Berglindi Häsler, ekkju Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, og Birni Þór Björnssyni sem oftast er kallaður Bobby Breiðholt. Prins Póló lést eins og alkunna er úr krabbameini árið 2022. Berglind segir að eftir að Svavar dó hafi hún meðal annars staðið frammi fyrir því að bera ábyrgð á arfleifð hans. Hún hafi haft samband við Bobby Breiðholt sem hafi verið henni stoð og stytta. Bobby segir það hafa verið heilaga stund að opna skjölin sem Svavar sjálfur teiknaði. „Þetta var fjársjóður og mikill og djúpur heiður. Mottumarssokkarnir hafa einmitt alltaf verið í þessum blá, hvíta og rauða lit en það sem við höfum sem reglu hjá okkur er að við vinnum eingöngu með litina hans. Þannig við fundum bara samsvarandi liti í litapallettunni hjá honum. Svo það sem við gerðum líka var að gera þessar sérstöku viðhafnarútgáfur sem verða eingöngu fáanlegar hjá krabbameinsfélaginu.“ Berglind segir drifkraft sinn í verkefninu vera að veita öðrum innblástur. „Það sem er líka svo skemmtilegt og líka var hans afstaða til lífsins var að við megum bara reyna að hafa eins gaman og við mögulega getum, þrátt fyrir að undirtónninn í þessu öllu er líka oft mjög dimmur. Þannig er auðvitað lífið, það er hent í mann allskonar verkefnum.“ Halla og Björn með sokkana góðu.Vísir/Vilhelm
Forseti Íslands Skimun fyrir krabbameini Tíska og hönnun Halla Tómasdóttir Krabbamein Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein