Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. febrúar 2025 20:05 Þórdís og Ingólfur, sem dansa saman á heimsleikum Special Olympics en þau fara út 7. mars og eiga að keppa 11. mars. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Hér erum við að tala um Þórdísi Erlingsdóttur og Ingólf Bjart Magnússon dansfélaga hennar en þau munu keppa í þjóðdansaflokki á leikunum. Þórdís er skráður keppandinn í flokki fatlaðra en Ingólfur er ófatlaður en er hennar dansherra. „Já, þetta verður gaman. Ég er að dansa við Ingólf, hann er góður dansari”, segir Þórdís og Ingólfur bætir við að honum lítist mjög vel á að fara að dansa með Þórdísi á ólympíuleikunum, hann sé fyrst og fremst spenntur. „Þórdís stendur sig mjög vel“, segir Ingólfur. En ætla þau Þórdís að koma með verðlaun heim? „Já, við gerum okkar besta. Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn,” segir Þórdís, sem er líkt og Ingólfur mjög spennt fyrir verkefninu. Það eru allir sammála um að dansparið hafið staðið sig mjög vel á öllum æfingum „Já, já, mjög vel enda eru þau að æfa af kappi og eru bara mjög dugleg við þetta, algjörlega,” segir Lilja Rut Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. En Þórdís og Ingólfur eru ekki einu keppendurnir frá Íslandi eða hvað? „Nei, það fara fimm keppendur, þau tvö og tvö úr skautunum og einn skíðakeppandi. Þannig að það eru að fara fimm keppendur og nokkrir þjálfarar og læknir. Þetta verður alvöru hópferð,” segir Tinna Karen Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. Lilja Rut (t.v.) og Tinna Karen hrósa Þórdísi og Ingólfi sérstaklega fyrir dugnað þeirra á æfingum síðustu vikur og mánuði fyrir heimsleikana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og uppáhalds dansinn hennar Þórdísar er Vals þó hún ætli ekki að dansa hann á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Fjórir aðrir keppendur frá Íslandi taka þátt á heimsleikunum með Þórdísi dansara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða dansfélagsins Kópavogur Dans Ólympíuleikar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Hér erum við að tala um Þórdísi Erlingsdóttur og Ingólf Bjart Magnússon dansfélaga hennar en þau munu keppa í þjóðdansaflokki á leikunum. Þórdís er skráður keppandinn í flokki fatlaðra en Ingólfur er ófatlaður en er hennar dansherra. „Já, þetta verður gaman. Ég er að dansa við Ingólf, hann er góður dansari”, segir Þórdís og Ingólfur bætir við að honum lítist mjög vel á að fara að dansa með Þórdísi á ólympíuleikunum, hann sé fyrst og fremst spenntur. „Þórdís stendur sig mjög vel“, segir Ingólfur. En ætla þau Þórdís að koma með verðlaun heim? „Já, við gerum okkar besta. Að vera þátttakandi er stærsti sigurinn,” segir Þórdís, sem er líkt og Ingólfur mjög spennt fyrir verkefninu. Það eru allir sammála um að dansparið hafið staðið sig mjög vel á öllum æfingum „Já, já, mjög vel enda eru þau að æfa af kappi og eru bara mjög dugleg við þetta, algjörlega,” segir Lilja Rut Þórarinsdóttir, aðstoðarskólastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. En Þórdís og Ingólfur eru ekki einu keppendurnir frá Íslandi eða hvað? „Nei, það fara fimm keppendur, þau tvö og tvö úr skautunum og einn skíðakeppandi. Þannig að það eru að fara fimm keppendur og nokkrir þjálfarar og læknir. Þetta verður alvöru hópferð,” segir Tinna Karen Guðbjartsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Dansfélaginu Hvönn. Lilja Rut (t.v.) og Tinna Karen hrósa Þórdísi og Ingólfi sérstaklega fyrir dugnað þeirra á æfingum síðustu vikur og mánuði fyrir heimsleikana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og uppáhalds dansinn hennar Þórdísar er Vals þó hún ætli ekki að dansa hann á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu. Fjórir aðrir keppendur frá Íslandi taka þátt á heimsleikunum með Þórdísi dansara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða dansfélagsins
Kópavogur Dans Ólympíuleikar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði