Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 14:32 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu í dag samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Á næstu vikum flyst því starfsemi netöryggissveitarinnar frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut og í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð. Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð.
Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira