Leikurinn átti að fara fram fyrir vestan í gær en var færður inn í Fífuna í Kópavogi og var leikinn í hádeginu.
Vestri náði forystunni á 31. mínútu þegar Diego Montiel skoraði. Ísfirðingar leiddu í hálfleik, 0-1.
Á 49. mínútu jafnaði Pedersen metin og hann skoraði svo aftur á 77. mínútu og tryggði Val sigurinn. Ekki nóg með það heldur eru Valsmenn einnig komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Valur vann fjóra af fimm leikjum sínum í riðli 1 og gerðu eitt jafntefli. Vestri er með fjögur stig í 4. sæti riðilsins og mætir Þrótti í síðasta leik sínum í Lengjubikarnum á laugardaginn.
Pedersen hefur verið sjóðheitur í Lengjubikarnum og skorað sjö mörk í keppninni.