Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2025 11:37 Svona er umhorfs fyrir utan húsnæðið að Fiskislóð. Vísir/Anton Brink Atvinnurekendur, eigendur og leigjendur rýma í atvinnuhúsnæði að Fiskislóð úti á Granda í vesturbæ Reykjavíkur urðu fyrir milljónatjóni í nótt þegar sjór flæddi inn fyrir brimgarða í Reykjavíkurhöfn. Einn eigenda segir að Faxaflóahöfnum hafi ítrekað verið bent á veikleika í brimgarðinum, um tímaspursmál hafi verið að ræða. „Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
„Tjónið bara hjá okkur er upp á nokkur hundruð milljónir króna. Hér liggur mölbrotinn flygill á gólfinu hjá mér og rýmin eru bara ónýt,“ segir Arnbjörg María Danielsen sem rekur tónlistarútgáfu með hljóðveri í húsnæðinu. Einungis vika er síðan hljóðverið komst í gagnið og nýtt hljóðkerfi var tengt. Eigendur segja alveg ljóst að tjónið hleypi á mörghundruð milljónum. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir brot hafa komið í brimgarðinn við húsnæðið á föstudagskvöld þegar einnig var vont veður. Hún segir hvorki Faxaflóahafnir né lögreglu hafa gert neinar ráðstafanir til þess að verja bygginguna, þrátt fyrir að vitað væri að von væri á óveðri í nótt þökk sé veðurspám. „Að það væri von á sama veðri, jafnvel verra. Lögregla kallar ekki út björgunarsveitir, Faxaflóahafnir gera engar ráðstafanir til að tryggja brimgarðinn þar sem vitað er að hann er veikbyggður. Þetta hefur verið vitað í áratugi og hér flugu risahnullungar inn í húsið í nótt og öldurnar flæddu inn en yfirvöld á borð við Reykjavíkurborg gera ekkert. Það er ekki á ábyrgð venjulegs húseigenda að tryggja að brimgarðar á vegum Faxaflóahafna standist hamfarir.“ Svona var ástandið á hringtorginu við JL húsið í morgun. Vísir/Anton Brink Arnbjörg segir tilviljun hafa ráðið því að Björgunarsveitin Ársæll hafi komið eigendum til aðstoðar í nótt. Þeir hafi verið á rúntinum og getað aðstoðað eigendur við að loka rýmum eins og hægt var. „Við lokuðum rýmum með timbri og öðru drasli sem við fundum. Hér inni hjá mér er allt mölbrotið, þang og sandur á gólfinu sem er eins og sjávarbotn. Ég myndi giska á að þetta tjón hér í húsinu öllu hlaupi á milljarði króna.“ Eigendur nýttu timbur til þess að loka húsnæði sínu til bráðabirgða í nótt. Vísir/Anton Brink Aldrei séð annað eins Nastasia Czechowska skrifstofustjóri True North sem er til húsa að Fiskislóð segir skrifstofuhúsnæði kvikmyndafyrirtækisins mikið skemmt eftir nóttina. Hún segir veðrið hafa verið mun verra í nótt en á föstudag. „Það er unnið að hreinsun húsnæðisins núna. Hér hrundi bara brimgarðurinn svo það flæddi inn og hér er sjávarlykt yfir öllu,“ segir Nastasia. Hún segir að sem betur fer sé helsti búnaður fyrirtækisins geymdur annars staðar, þannig að einungis skrifstofuhúsgögn hafi eyðilagst. Nastasia segir mestu máli skipta að enginn hafi slasast. „Ég hef aldrei séð annað eins. Svo veit maður í raun ekkert hvort þessu sé lokið því það gæti komið annað óveður. Við þurftum að hreinsa hér til á föstudag og aftur í dag og vitum ekki hvort það verði aftur, þetta er í þriðja skiptið sem það flæðir inn hjá okkur.“ Vísir hefur leitað viðbragða hjá Faxaflóahöfnum vegna málsins og verður fréttin uppfærð með viðbrögðum þeirra þegar þau berast. Sjór flæddi langa leið inn í land í óveðrinu í nótt.Vísir/Anton Brink
Náttúruhamfarir Reykjavík Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum