Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Jón Þór Stefánsson skrifar 5. mars 2025 23:30 Frá ráðstefnunni í Hörpu um hugvíkkandi efni. Vísir/Vilhelm Notkun á hugvíkkandi efnum gæti verið varasöm fyrir þá sem glíma við fíknivanda og eru í bata frá honum Þetta kom fram í máli Valgerðar Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, í Reykjavík síðdegis í dag. Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“ Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um hugvíkkandi efni undanfarið, ekki síst í kringum mikla ráðstefnu sem fór fram í Hörpu í síðustu viku, en þar var fjallað um notkun slíkra efna í lækningaskyni. „Ég tel að það gæti alveg haft óheppileg áhrif fyrir einhverja, af því að ofskynjunarlyfin eru auðvitað hluti af neyslu hjá hluta fólks sem hefur komið til okkar í gegnum tíðina. En það er aldrei eina vímuefnið. Það er ekki þannig að fólk komi til okkar í meðferð vegna vanda með bara ofskynjunarefni, heldur er þetta oftast hluti af neyslunni,“ segir Valgerður. Eru þessi ofskynjunarefni ekki fíkniefni? „Þau eru flokkuð þar undir, en þau eru ekki þannig ávanabindandi að maður fari í fráhvörf. En þau hafa fyrst og fremst áhrif á miðtaugakerfið eins og vímuefni og fíkniefni gera,“ segir Valgerður. „Hvort þau séu varsöm þeim sem eru í bata og eru ekki að nota vímuefni og vilja ekki gera það? Það gæti alveg hugsanlega verið truflandi og við höfum alveg dæmi um það.“ Valgerður segir að ekki séu komnar niðurstöður um notkun hugvíkkandi efna sem sýni að þau séu gagnleg í baráttunni við geðsjúkdóma. „Í umræðunni í dag heyri ég að það er svolítið verið að gefa þessu hátt undir höfði. Það er talað um þetta sem lækningu við ýmsum geðrænum vandamálum, og það er verið svo sannarlega verið að rannsaka það hjá virtum stofnunum og háskólum þar sem skoðað er hvort mögulega geti þessi efni hjálpað í meðferðum við geðsjúkdómum, en það er þá gert í samhengi við til dæmis samtalsmeðferðir. Það eru ekki komnar neinar leiðbeiningar um að þetta sé í raun og veru gagnlegt og að það eigi að nota þetta. Framtíðin verður bara að skera út um það,“ segir Valgerður. „Umræðan í dag, á miðlunum, er um víðan völl. Fólk er kannski að gera tilraunir á sjálfu sér, prófa og nota litla skammta. Það á ekkert skylt við einhverjar meðferðir sem eru veittar af fólki, eins og sérstaka samtalsmeðferð eða lyfjameðferð eða eitthvað slíkt. Það er allt annað. Fólk er að prófa á eigin ábyrgð. Það sem kemur úr því er reynsla hvers og eins. En í lækninga- og meðferðarfræði er þetta ekki komið á þann sess að við getum notað það.“
Hugvíkkandi efni Fíkn Reykjavík síðdegis Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira