„Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. mars 2025 07:03 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu hefur marga fjöruna sopið og fer eðli málsins samkvæmt um víðan völl í Einkalífinu. Vísir/Anton Brink Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Brynjar Karl er gestur. Þar ræðir Brynjar Karl æskuna í Breiðholtinu, árin í körfuboltanum og ævintýrið að baki Sideline Sports. Hann ræðir líka baráttu sína fyrir kvennakörfuboltanum og Aþenu, Hækkum rána og áhrifin sem umræðan hefur haft á fjölskyldulífið en hann lýsir því að hann og eiginkona hans hafi þurft að leita sér hjónabandsráðgjafar vegna umræðunnar. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Leið oft illa í æsku „Ég er allskonar. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá myndi ég segja að ég væri allskonar,“ segir Brynjar Karl meðal annars í Einkalífinu. Hann ólst upp í Fellahverfinu og flutti svo í Seljahverfið á unglingsárum. Hann lýsir Breiðholtinu sem sannkölluðum barnafrumskógi á þessum tíma. „Börn voru bara að sveifla sér í trjánum og sumir flugu af svölunum, í orðsins fyllstu merkingu. Það var mikill snjór í Fellunum á þessum árum. Þá var maður stundum að hoppa af þriðju, fjórðu hæð,“ segir Brynjar. Hann ólst upp í blokk í Fellahverfinu og segir eldri systur sína hafa verið hans stærsta fyrirmynd. „Mér leið oft mjög illa sem krakka. Ég man oft eftir því. Ég var kvíðabarn sem var mjög hugrakkt. Ég var mjög hugrakkur. Ég gerði allt sem ég ætlaði mér að gera, en ég var alltaf með rosalegan hnút í maganum.“ Körfuboltinn kom sterkur inn hjá Brynjari strax á unga aldri. Brynjar segist hafa tekist á við það með því að deyfa sig í áhugamálum. Þar hafi körfuboltinn komið sterkur inn en hann lýsir því að hann hafi hangið löngum stundum úti í íþróttahúsi. „Það var bara kennari í Fellaskóla sem smalaði okkur þarna inn þegar ég var níu ára. Ég var stór og ég féll fyrir því hvað þetta var skipulagt af því að ég var búinn að vera úti á Leiknisvelli þar sem mörkin á milli þess að þú værir á æfingu en værir bara að leika þér þarna voru engin. Þetta var svo merkilegt, maður var í fótbolta og svo kom þjálfarinn og maður hélt áfram í fótbolta, svo fór þjálfarinn og þá hélt maður áfram í fótbolta.“ Íslendingasögur heilluðu Brynjar lýsir því í Einkalífinu að hann sé lesblindur. Það hafi þó háð honum merkilega lítið, hann hafi verið ótrúlegur nemandi í þeim fögum sem hann hafi haft áhuga á. Hann hafi gjarnan fengið gríðarlegan áhuga á sumum fögum, líkt og Íslendingasögunum. Brynjar fór í Fjölbrautarskólann í Breiðholti og tók annir í Fjölbrautaskóla Vesturlands meðan hann spilaði körfu með ÍA. „Ég fæ martraðir í dag þar sem ég horfi fram á það að ég eigi þrjú ár eftir í menntaskóla. Þetta var allt í lagi en þú setur ekki alla fugla í búr,“ segir Brynjar sem segir að honum hafi ekki liðið illa í menntaskóla, hann hafi hreinlega bara alltaf verið að hugsa um eitthvað annað. „Svo var alltaf verið að segja við mig: „Hérna, það hefur nú enginn atvinnu af því að vera í einhverju svona íþróttadóti“ og ég reyndar hef ekki gert það sko, því ég hef ekki tekið laun fyrir að þjálfa í einhver tuttugu ár. En allt sem ég er að gera í dag tengist meira og minna þjálfun.“ Brynjar vissi frá upphafi að hann ætlaði í þjálfun. Inn á geðdeild í kvíðakasti Brynjar er spurður að því í Einkalífinu hvort kvíðinn í barnæskunni hafi ekki fylgt honum eftir inn í unglingsárin. Brynjar segir það hafa verið raunin. „Ég fór inn á geðdeild 21 árs, bara í kvíðakasti,“ segir Brynjar. Hann segist telja að á þessum tímapunkti hafi kvíðinn verið uppsafnaður, hann hafi ekki vitað hvert annað hann gæti leitað. Hvernig var það? „Það var bara það erfiðasta sem ég hef gert. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Þetta er svo fyndið þegar þú færð kvíða og þú bara treystir þér ekki út úr herberginu.“ Sumir myndu lýsa þessu sem sínu versta augnabliki? „Ja, sko ég fer náttúrulega þarna inn og þeir ætluðu bara að dæla í mig dísum. Ég fattaði það að ég byggði sjálfstraustið mitt upp á því að ég tók ekki dísurnar. Ég fór bara heim og tók cold turkey á þetta.“ Brynjar segir styrk fólks ekki felast í því hversu brotið það geti orðið, heldur hvernig það takist á við þá. Hann lýsir því að á þessum tímapunkti hafi hann verið í landsliðsverkefni í körfunni, verið að reyna að koma sér út á háskólastyrk og auk þess tekist á við viðvarandi veikindi eftir hálskirtlatöku tveimur árum fyrr. „Og ég er alltaf bara svona drulluslappur og er að reyna að byrja að æfa ofan í þetta, maður er farinn að ofanda, þetta eru svona allskonar hlutir sem ég skil í dag, maður var farinn að ofanda og svo situr maður heima og maður er með 38 stiga hita og er að reyna að koma sér á landsliðsæfingu eða gera hitt og þetta,“ útskýrir Brynjar. Þá hafi ýmislegt annað komið upp á yfirborðið. „Þér líður bara eins og þú sért að missa af öllu og líf þitt að vera búið og svo var þetta svona undir, Grænlandsjökull var að bráðna líka. Svona allskonar gamalt drasl að komast upp af því að þegar þú verður eldri þá verðurðu hæfari til þess að takast á við eitthvað, en þetta var bara rosalega mikið í einu. Og mér líður alltaf eins og mín betri vitund væri að segja bara: „Jæja, nú ertu tilbúinn að taka allan þennan skít og massa þetta.“ Fattaði síðar að þetta væri kynferðisleg áreitni Brynjar ræðir körfuboltaferilinn sinn í Einkalífinu. Þar spilaði hann meðal annars með ÍR, ÍA og Val auk þess sem hann bjó í ár í Bandaríkjunum að spila. Hann segir þjálfunina einfaldlega alltaf hafa átt hug hans og hjarta allt frá því hann byrjaði að spila níu ára gamall. „Ég hef aldrei hvikað frá því. Mesta mótívið mitt að vera í körfu var þetta, ég hugsaði bara að þeim meira sem ég get kreist út úr þessu, þeim mun betri þjálfari verð ég. Og það er mjög sérstakt, ég þekki ekki marga sem eru landsliðsmenn eða af þeim kalíber, þar sem þjálfun var það sem átti hug þeirra allan.“ Brynjar hugsaði mest um þjálfunina jafnvel þegar hann var enn leikmaður. Brynjar segir besta þjálfaranámskeið sem hann hafi tekið hafi verið í Bandaríkjunum, hjá gamla þjálfaranum hans. Hann á enn glósurnar frá þeim tíma. Körfuboltaferill Brynjars var þó ekki eingöngu dans á rósum en hann segist hafa verið kynferðislega áreittur af liðsfélaga sínum þegar hann var einungis fimmtán ára gamall. „Ég fattaði ekki að þetta væri kynferðisleg áreitni fyrr en í MeToo byltingunni,“ segir Brynjar. Þetta hafi gerst í bíl. „Hann var bara fullur, ég er fimmtán ára og sit á milli og hann er bara að káfa á mér, grípa í mig.“ Hann rifjar upp að á þessum tíma hafi verið allskonar fyllerí og rugl sem tengdust liðunum. Þetta hafi verið ruglaður tíðarandi. Sjálfur hefur Brynjar aldrei drukkið, hann segir það aldrei hafa freistað hans en hvers vegna ekki? „Mér fannst þetta ekki heillandi, fólkið í kringum mig ölvað. Mér fannst þetta ógeðslegt.“ Brynjar Karl hefur lent í hinu ýmsu á lífsleiðinni, en segir það mestu máli skipta hvernig tekist sé á við það. Vísir/Anton Brink Fólk hafi alltaf val Brynjar segir kynferðislegu áreitnina ekki hafa tekið á hann. Hann hafi nokkrum sinnum lent í því á sinni ævi að vera áreittur. „En ég vissi bara að mig langaði að berja hann. Svo var þetta dálítið þannig að þetta sat í manni þegar maður var að mæta á æfingar eftir það,“ segir Brynjar. Hann segist nokkrum sinnum hafa lent í því að vera áreittur eftir þetta. Þetta hefur aldrei haft áhrif á sálarlífið? „Ekki fyrir fimmaura.“ Hvers vegna heldurðu að það sé? „Ég veit það ekki. Sennilega bara vegna þess að ég var bara sex ára þegar ég var fyrst tekinn í frelsissviptingu.“ Brynjar segir tvo stráka nokkrum árum eldri en hann hafa læst hann inni. Þetta hafi verið í einum af byrgjunum sem enn standa uppi í Breiðholtinu. Brynjar segir þetta hafa tekið á, þeir hafi auk þess rætt að girða niður um hann fyrir framan stelpurnar. „Svona var Breiðholtið, þar sem maður var alltaf að lenda í einhverjum andskotanum. Svo bara fór ég og braut rúðuna heima hjá honum og eftir að yngri bróðirinn var búinn að gefa mér blóðnasir síðan mánuði seinna í einhverjum skóla.“ Brynjar átti hörkuspretti sem leikmaður. Finnst þér þessi lífsreynsla hafa hert þig? „Ekki spurning. En ég meina, ég er ekki að gera lítið úr þeim sem lenda í einhverju svona, af því að þarna kvíslast vegurinn. Svo þegar þú áttar þig á þessu, að það getur enginn sært þig án þíns samþykkis og þú fattar það að þú hefur alltaf val, þá er ekki hægt að leggja þig í einelti. En þegar þú ert krakki, þá þarf náttúrulega að kenna þér allt þetta.“ Reynt mikið á fjölskylduna Brynjar ræðir í Einkalífinu um fjölskyldu sína og hvernig umræða um hann hefur haft áhrif á hann. Brynjar er giftur tveggja barna faðir, á sautján ára dóttur og fjórtán ára gamlan son. Margt hefur verið rætt og ritað um Brynjar undanfarin ár, þjálfunaraðferðir hans og ummæli vakið mikla athygli, svo um hefur verið gerð heimildarmyndin Hækkum rána. Þá hefur Brynjar farið mikinn nýlega og gagnrýnt fréttaflutning Vísis af leikjum liðs hans Aþenu í efstu deild kvenna í körfubolta. Hefur þetta eitthvað tekið á fjölskylduna? „Rosalega. Þetta er mjög fínt fyrir þau, ég er mjög sáttur við þetta. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Mjög erfitt. Af því að konan mín...ég myndi bara lýsa henni sem átakafælinni. Hún má ekkert aumt sjá. Hún er búin að herðast rosa í þessu. Rosa meðháð, þess vegna náttúrulega er hún konan mín,“ segir Brynjar. Spurður hvort þetta hafi tekið á samband þeirra segir Brynjar svo hafa verið. Þau hafi leitað til hjónabandsráðgjafa á meðan fréttaflutningur stóð sem hæst af stúlknaliði Brynjars, ÍR-stelpunum sem höfnuðu Íslandsmeistarabikarnum árið 2019 og mótmæltu með því ákvörðun KKÍ um að leyfa þeim ekki að keppa við stráka á Íslandsmeistaramóti. Brynjar segist geta haldið áfram baráttu sinni í tuttugu ár í viðbót, beri svo undir. Brynjar með fjölskyldunni á góðri stundu. Heldurðu að þetta muni aldrei ganga einum of langt á þig, þitt eigið sálarlíf og fjölskylduna? „Þá bara gerir það það, þú þarft að vita hvað þú ert tilbúinn að deyja fyrir. Það sem má aldrei gleymast er bara hvernig var komið fram við stelpurnar þegar þær droppuðu medalíunum þarna, það er rosalega gróft. Þetta er á minni vakt og ég mun halda þeirra merkjum á lofti þangað til, ég ætla bara að segja samfélagið í heild sinni sér að sér og biður þær allar afsökunar á því hvernig var komið fram við þær. Ekkert endilega bara fyrir þær heldur bara fyrir börnin okkar af því að við erum að vanmeta börn, við erum að vanrækja börn,“ segir Brynjar. „Mæt kona í samfélaginu í uppeldismálum sem kallar þetta bara barnafyrirlitningu sem er í gangi á Íslandi og mig langar að ræða það alveg út í eitt og þegar stelpurnar gera þetta, í góðri trú, af miklu réttlæti, ótrúlega fagmannlega, þetta var svo snyrtilegt, þær héldu flotta ræðu, að ég mun ekkert hætta fyrr en það er komin stytta af þeim niðrí Laugardal. Hérna hinumegin við götuna.“ Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 af gjörningi Brynjars og stelpnanna í ÍR-liðinu fyrir utan Íslandsmeistaramót drengja í körfubolta í október 2017. Þar mótmæltu stelpurnar því að fá ekki að keppa við strákana. Einn og hálfur mánuður eftir Brynjar segist alltaf hafa verið heill í sinni baráttu. Hann hafi hingað til ekki verið mikið í því að ögra fyrirfram eins og hann lýsir því. Hann segist eiga einn og hálfan mánuð eftir þar til að baráttan verði ekki hans barátta lengur. „Og það er þegar dóttir mín verður átján ára. Hún er alin upp við það síðustu fimm árin að hún og þessar stelpur, nú þurfa þær að taka frumkvæðið að því hverju þær vilja berjast fyrir. En það hefur verið ekkert mál fyrir mig að gera þetta fram að átján ára aldri. Ég veit það ekki, ég bý ekki í hinum heiminum, auðvitað hefur þetta áhrif á mig, ég væri bara að ljúga því.“ Brynjar segir í Einkalífinu að ekkert annað starf hafi komið til greina í hans huga en þjálfarastarfið. Ekki einu sinni stjórnmálin, þar sem hann gæti þó haft áhrif á framgang samfélagsins. „Ég meina, þetta er rosa pólitík sem við erum í hérna. Ég held ég sé bestur þar.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Aþena Ástin og lífið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Brynjar Karl er gestur. Þar ræðir Brynjar Karl æskuna í Breiðholtinu, árin í körfuboltanum og ævintýrið að baki Sideline Sports. Hann ræðir líka baráttu sína fyrir kvennakörfuboltanum og Aþenu, Hækkum rána og áhrifin sem umræðan hefur haft á fjölskyldulífið en hann lýsir því að hann og eiginkona hans hafi þurft að leita sér hjónabandsráðgjafar vegna umræðunnar. Hægt er að horfa á þáttinn hér fyrir neðan. Hann er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum. Leið oft illa í æsku „Ég er allskonar. Ef ég á að vera alveg heiðarlegur þá myndi ég segja að ég væri allskonar,“ segir Brynjar Karl meðal annars í Einkalífinu. Hann ólst upp í Fellahverfinu og flutti svo í Seljahverfið á unglingsárum. Hann lýsir Breiðholtinu sem sannkölluðum barnafrumskógi á þessum tíma. „Börn voru bara að sveifla sér í trjánum og sumir flugu af svölunum, í orðsins fyllstu merkingu. Það var mikill snjór í Fellunum á þessum árum. Þá var maður stundum að hoppa af þriðju, fjórðu hæð,“ segir Brynjar. Hann ólst upp í blokk í Fellahverfinu og segir eldri systur sína hafa verið hans stærsta fyrirmynd. „Mér leið oft mjög illa sem krakka. Ég man oft eftir því. Ég var kvíðabarn sem var mjög hugrakkt. Ég var mjög hugrakkur. Ég gerði allt sem ég ætlaði mér að gera, en ég var alltaf með rosalegan hnút í maganum.“ Körfuboltinn kom sterkur inn hjá Brynjari strax á unga aldri. Brynjar segist hafa tekist á við það með því að deyfa sig í áhugamálum. Þar hafi körfuboltinn komið sterkur inn en hann lýsir því að hann hafi hangið löngum stundum úti í íþróttahúsi. „Það var bara kennari í Fellaskóla sem smalaði okkur þarna inn þegar ég var níu ára. Ég var stór og ég féll fyrir því hvað þetta var skipulagt af því að ég var búinn að vera úti á Leiknisvelli þar sem mörkin á milli þess að þú værir á æfingu en værir bara að leika þér þarna voru engin. Þetta var svo merkilegt, maður var í fótbolta og svo kom þjálfarinn og maður hélt áfram í fótbolta, svo fór þjálfarinn og þá hélt maður áfram í fótbolta.“ Íslendingasögur heilluðu Brynjar lýsir því í Einkalífinu að hann sé lesblindur. Það hafi þó háð honum merkilega lítið, hann hafi verið ótrúlegur nemandi í þeim fögum sem hann hafi haft áhuga á. Hann hafi gjarnan fengið gríðarlegan áhuga á sumum fögum, líkt og Íslendingasögunum. Brynjar fór í Fjölbrautarskólann í Breiðholti og tók annir í Fjölbrautaskóla Vesturlands meðan hann spilaði körfu með ÍA. „Ég fæ martraðir í dag þar sem ég horfi fram á það að ég eigi þrjú ár eftir í menntaskóla. Þetta var allt í lagi en þú setur ekki alla fugla í búr,“ segir Brynjar sem segir að honum hafi ekki liðið illa í menntaskóla, hann hafi hreinlega bara alltaf verið að hugsa um eitthvað annað. „Svo var alltaf verið að segja við mig: „Hérna, það hefur nú enginn atvinnu af því að vera í einhverju svona íþróttadóti“ og ég reyndar hef ekki gert það sko, því ég hef ekki tekið laun fyrir að þjálfa í einhver tuttugu ár. En allt sem ég er að gera í dag tengist meira og minna þjálfun.“ Brynjar vissi frá upphafi að hann ætlaði í þjálfun. Inn á geðdeild í kvíðakasti Brynjar er spurður að því í Einkalífinu hvort kvíðinn í barnæskunni hafi ekki fylgt honum eftir inn í unglingsárin. Brynjar segir það hafa verið raunin. „Ég fór inn á geðdeild 21 árs, bara í kvíðakasti,“ segir Brynjar. Hann segist telja að á þessum tímapunkti hafi kvíðinn verið uppsafnaður, hann hafi ekki vitað hvert annað hann gæti leitað. Hvernig var það? „Það var bara það erfiðasta sem ég hef gert. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Þetta er svo fyndið þegar þú færð kvíða og þú bara treystir þér ekki út úr herberginu.“ Sumir myndu lýsa þessu sem sínu versta augnabliki? „Ja, sko ég fer náttúrulega þarna inn og þeir ætluðu bara að dæla í mig dísum. Ég fattaði það að ég byggði sjálfstraustið mitt upp á því að ég tók ekki dísurnar. Ég fór bara heim og tók cold turkey á þetta.“ Brynjar segir styrk fólks ekki felast í því hversu brotið það geti orðið, heldur hvernig það takist á við þá. Hann lýsir því að á þessum tímapunkti hafi hann verið í landsliðsverkefni í körfunni, verið að reyna að koma sér út á háskólastyrk og auk þess tekist á við viðvarandi veikindi eftir hálskirtlatöku tveimur árum fyrr. „Og ég er alltaf bara svona drulluslappur og er að reyna að byrja að æfa ofan í þetta, maður er farinn að ofanda, þetta eru svona allskonar hlutir sem ég skil í dag, maður var farinn að ofanda og svo situr maður heima og maður er með 38 stiga hita og er að reyna að koma sér á landsliðsæfingu eða gera hitt og þetta,“ útskýrir Brynjar. Þá hafi ýmislegt annað komið upp á yfirborðið. „Þér líður bara eins og þú sért að missa af öllu og líf þitt að vera búið og svo var þetta svona undir, Grænlandsjökull var að bráðna líka. Svona allskonar gamalt drasl að komast upp af því að þegar þú verður eldri þá verðurðu hæfari til þess að takast á við eitthvað, en þetta var bara rosalega mikið í einu. Og mér líður alltaf eins og mín betri vitund væri að segja bara: „Jæja, nú ertu tilbúinn að taka allan þennan skít og massa þetta.“ Fattaði síðar að þetta væri kynferðisleg áreitni Brynjar ræðir körfuboltaferilinn sinn í Einkalífinu. Þar spilaði hann meðal annars með ÍR, ÍA og Val auk þess sem hann bjó í ár í Bandaríkjunum að spila. Hann segir þjálfunina einfaldlega alltaf hafa átt hug hans og hjarta allt frá því hann byrjaði að spila níu ára gamall. „Ég hef aldrei hvikað frá því. Mesta mótívið mitt að vera í körfu var þetta, ég hugsaði bara að þeim meira sem ég get kreist út úr þessu, þeim mun betri þjálfari verð ég. Og það er mjög sérstakt, ég þekki ekki marga sem eru landsliðsmenn eða af þeim kalíber, þar sem þjálfun var það sem átti hug þeirra allan.“ Brynjar hugsaði mest um þjálfunina jafnvel þegar hann var enn leikmaður. Brynjar segir besta þjálfaranámskeið sem hann hafi tekið hafi verið í Bandaríkjunum, hjá gamla þjálfaranum hans. Hann á enn glósurnar frá þeim tíma. Körfuboltaferill Brynjars var þó ekki eingöngu dans á rósum en hann segist hafa verið kynferðislega áreittur af liðsfélaga sínum þegar hann var einungis fimmtán ára gamall. „Ég fattaði ekki að þetta væri kynferðisleg áreitni fyrr en í MeToo byltingunni,“ segir Brynjar. Þetta hafi gerst í bíl. „Hann var bara fullur, ég er fimmtán ára og sit á milli og hann er bara að káfa á mér, grípa í mig.“ Hann rifjar upp að á þessum tíma hafi verið allskonar fyllerí og rugl sem tengdust liðunum. Þetta hafi verið ruglaður tíðarandi. Sjálfur hefur Brynjar aldrei drukkið, hann segir það aldrei hafa freistað hans en hvers vegna ekki? „Mér fannst þetta ekki heillandi, fólkið í kringum mig ölvað. Mér fannst þetta ógeðslegt.“ Brynjar Karl hefur lent í hinu ýmsu á lífsleiðinni, en segir það mestu máli skipta hvernig tekist sé á við það. Vísir/Anton Brink Fólk hafi alltaf val Brynjar segir kynferðislegu áreitnina ekki hafa tekið á hann. Hann hafi nokkrum sinnum lent í því á sinni ævi að vera áreittur. „En ég vissi bara að mig langaði að berja hann. Svo var þetta dálítið þannig að þetta sat í manni þegar maður var að mæta á æfingar eftir það,“ segir Brynjar. Hann segist nokkrum sinnum hafa lent í því að vera áreittur eftir þetta. Þetta hefur aldrei haft áhrif á sálarlífið? „Ekki fyrir fimmaura.“ Hvers vegna heldurðu að það sé? „Ég veit það ekki. Sennilega bara vegna þess að ég var bara sex ára þegar ég var fyrst tekinn í frelsissviptingu.“ Brynjar segir tvo stráka nokkrum árum eldri en hann hafa læst hann inni. Þetta hafi verið í einum af byrgjunum sem enn standa uppi í Breiðholtinu. Brynjar segir þetta hafa tekið á, þeir hafi auk þess rætt að girða niður um hann fyrir framan stelpurnar. „Svona var Breiðholtið, þar sem maður var alltaf að lenda í einhverjum andskotanum. Svo bara fór ég og braut rúðuna heima hjá honum og eftir að yngri bróðirinn var búinn að gefa mér blóðnasir síðan mánuði seinna í einhverjum skóla.“ Brynjar átti hörkuspretti sem leikmaður. Finnst þér þessi lífsreynsla hafa hert þig? „Ekki spurning. En ég meina, ég er ekki að gera lítið úr þeim sem lenda í einhverju svona, af því að þarna kvíslast vegurinn. Svo þegar þú áttar þig á þessu, að það getur enginn sært þig án þíns samþykkis og þú fattar það að þú hefur alltaf val, þá er ekki hægt að leggja þig í einelti. En þegar þú ert krakki, þá þarf náttúrulega að kenna þér allt þetta.“ Reynt mikið á fjölskylduna Brynjar ræðir í Einkalífinu um fjölskyldu sína og hvernig umræða um hann hefur haft áhrif á hann. Brynjar er giftur tveggja barna faðir, á sautján ára dóttur og fjórtán ára gamlan son. Margt hefur verið rætt og ritað um Brynjar undanfarin ár, þjálfunaraðferðir hans og ummæli vakið mikla athygli, svo um hefur verið gerð heimildarmyndin Hækkum rána. Þá hefur Brynjar farið mikinn nýlega og gagnrýnt fréttaflutning Vísis af leikjum liðs hans Aþenu í efstu deild kvenna í körfubolta. Hefur þetta eitthvað tekið á fjölskylduna? „Rosalega. Þetta er mjög fínt fyrir þau, ég er mjög sáttur við þetta. Þetta er búið að vera mjög erfitt. Mjög erfitt. Af því að konan mín...ég myndi bara lýsa henni sem átakafælinni. Hún má ekkert aumt sjá. Hún er búin að herðast rosa í þessu. Rosa meðháð, þess vegna náttúrulega er hún konan mín,“ segir Brynjar. Spurður hvort þetta hafi tekið á samband þeirra segir Brynjar svo hafa verið. Þau hafi leitað til hjónabandsráðgjafa á meðan fréttaflutningur stóð sem hæst af stúlknaliði Brynjars, ÍR-stelpunum sem höfnuðu Íslandsmeistarabikarnum árið 2019 og mótmæltu með því ákvörðun KKÍ um að leyfa þeim ekki að keppa við stráka á Íslandsmeistaramóti. Brynjar segist geta haldið áfram baráttu sinni í tuttugu ár í viðbót, beri svo undir. Brynjar með fjölskyldunni á góðri stundu. Heldurðu að þetta muni aldrei ganga einum of langt á þig, þitt eigið sálarlíf og fjölskylduna? „Þá bara gerir það það, þú þarft að vita hvað þú ert tilbúinn að deyja fyrir. Það sem má aldrei gleymast er bara hvernig var komið fram við stelpurnar þegar þær droppuðu medalíunum þarna, það er rosalega gróft. Þetta er á minni vakt og ég mun halda þeirra merkjum á lofti þangað til, ég ætla bara að segja samfélagið í heild sinni sér að sér og biður þær allar afsökunar á því hvernig var komið fram við þær. Ekkert endilega bara fyrir þær heldur bara fyrir börnin okkar af því að við erum að vanmeta börn, við erum að vanrækja börn,“ segir Brynjar. „Mæt kona í samfélaginu í uppeldismálum sem kallar þetta bara barnafyrirlitningu sem er í gangi á Íslandi og mig langar að ræða það alveg út í eitt og þegar stelpurnar gera þetta, í góðri trú, af miklu réttlæti, ótrúlega fagmannlega, þetta var svo snyrtilegt, þær héldu flotta ræðu, að ég mun ekkert hætta fyrr en það er komin stytta af þeim niðrí Laugardal. Hérna hinumegin við götuna.“ Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 af gjörningi Brynjars og stelpnanna í ÍR-liðinu fyrir utan Íslandsmeistaramót drengja í körfubolta í október 2017. Þar mótmæltu stelpurnar því að fá ekki að keppa við strákana. Einn og hálfur mánuður eftir Brynjar segist alltaf hafa verið heill í sinni baráttu. Hann hafi hingað til ekki verið mikið í því að ögra fyrirfram eins og hann lýsir því. Hann segist eiga einn og hálfan mánuð eftir þar til að baráttan verði ekki hans barátta lengur. „Og það er þegar dóttir mín verður átján ára. Hún er alin upp við það síðustu fimm árin að hún og þessar stelpur, nú þurfa þær að taka frumkvæðið að því hverju þær vilja berjast fyrir. En það hefur verið ekkert mál fyrir mig að gera þetta fram að átján ára aldri. Ég veit það ekki, ég bý ekki í hinum heiminum, auðvitað hefur þetta áhrif á mig, ég væri bara að ljúga því.“ Brynjar segir í Einkalífinu að ekkert annað starf hafi komið til greina í hans huga en þjálfarastarfið. Ekki einu sinni stjórnmálin, þar sem hann gæti þó haft áhrif á framgang samfélagsins. „Ég meina, þetta er rosa pólitík sem við erum í hérna. Ég held ég sé bestur þar.“ Hægt er að horfa á þáttinn á sjónvarpsvef Vísis. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Aþena Ástin og lífið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira