Íslenski boltinn

„Ljótasta tæk­ling ársins komin í ís­lenska boltanum“

Aron Guðmundsson skrifar
STJARNANKR

Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Bestu deildar liðs Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu í leik liðsins gegn KR í Lengjubikarnum í fótbolta sem nú stendur yfir.

Atvikið átti sér stað á 39.mínútu leiksins. Boltinn barst til Gabríels Hrannars Eyjólfssonar, leikmanns KR úti á hægri kanti. Samúel Kári fór í glórulausa tæklingu og Gabríel lá óvígur eftir en gat svo haldið leik áfram.

Elías Ingi Árnason, dómari leiksins gat ekki annað en gefið Samúel rauða spjaldið en upp úr sauð milli leikmanna liðanna eftir tæklingu hans.

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA er greinilega að fylgjast með leiknum, sem er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, og tjáði sig um tæklingu Samúels á samfélagsmiðlinum X: 

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum í Stjarnan vs KR,“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðlinum.

Í aðdraganda brotsins vildu Stjörnumenn meina að brotið hafi verið á Örvari Eggertssyni leikmanni þeirra og mátti heyra menn í þjálfarateymi Stjörnunnar segja að til tæklingar Samúels hefði aldrei komið ef Elías hefði dæmt þegar að þeim sýndist brotið á Örvari. 

KR vann leikinn 3-1 og er komið í undanúrslit Lengjubikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×