Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 17:37 KR-ingar eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. vísir/Lýður KR-ingar tryggðu sér í dag endanlega sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta, með 3-1 sigri á Stjörnunni í fjörugum leik í Garðabæ þar sem rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik. KR mætir Fylki í undanúrslitunum. Helstu atvik úr leiknum í dag má nú sjá á Vísi, í spilaranum hér að neðan. Mörkin eru í fyrra myndbandinu og rauða spjaldið í því seinna. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KR KR komst yfir eftir tæplega hálftíma leik eftir skelfileg mistök Guðmundar Kristjánssonar. Hann var með boltann í eigin vítateig og spyrnti honum beint í Eið Gauta Sæbjörnsson sem þar með skoraði sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir KR eftir komuna frá HK. Samúel Kári Friðjónsson, sem kom til Stjörnunnar úr atvinnumennsku í vetur, var rekinn af velli á 40. mínútu fyrir afar fólskulega tæklingu í Gabríel Hrannar Eyjólfsson úti við hliðarlínu. Mikil reiði varð vegna atviksins og tók sinn tíma að róa menn niður og fór gula spjaldið tvisvar á loft. Manni færri náðu Stjörnumenn að jafna metin með marki Emils Atlasonar úr víti á 55. mínútu, eftir að Gyrðir Hrafn Guðbrandsson braut á Benedikt Warén sem slapp í gegnum vörn KR eftir stungusendingu. Gyrðir fékk gult spjald en einhverjir vildu sjá rauða spjaldið fara þar aftur á loft. Gyrðir hélt hins vegar áfram leik og kom KR yfir örfáum mínútum síðar, með fríum skalla í kjölfarið á hornspyrnu. Þriðja mark KR-inga skoraði svo Róbert Elís Hlynsson, tæplega 18 ára gamall leikmaður sem kom til KR frá ÍR í vetur, með gullfallegu skoti rétt framan við miðjuhringinn og yfir Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar. Lengjubikar karla KR Stjarnan Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Helstu atvik úr leiknum í dag má nú sjá á Vísi, í spilaranum hér að neðan. Mörkin eru í fyrra myndbandinu og rauða spjaldið í því seinna. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KR KR komst yfir eftir tæplega hálftíma leik eftir skelfileg mistök Guðmundar Kristjánssonar. Hann var með boltann í eigin vítateig og spyrnti honum beint í Eið Gauta Sæbjörnsson sem þar með skoraði sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir KR eftir komuna frá HK. Samúel Kári Friðjónsson, sem kom til Stjörnunnar úr atvinnumennsku í vetur, var rekinn af velli á 40. mínútu fyrir afar fólskulega tæklingu í Gabríel Hrannar Eyjólfsson úti við hliðarlínu. Mikil reiði varð vegna atviksins og tók sinn tíma að róa menn niður og fór gula spjaldið tvisvar á loft. Manni færri náðu Stjörnumenn að jafna metin með marki Emils Atlasonar úr víti á 55. mínútu, eftir að Gyrðir Hrafn Guðbrandsson braut á Benedikt Warén sem slapp í gegnum vörn KR eftir stungusendingu. Gyrðir fékk gult spjald en einhverjir vildu sjá rauða spjaldið fara þar aftur á loft. Gyrðir hélt hins vegar áfram leik og kom KR yfir örfáum mínútum síðar, með fríum skalla í kjölfarið á hornspyrnu. Þriðja mark KR-inga skoraði svo Róbert Elís Hlynsson, tæplega 18 ára gamall leikmaður sem kom til KR frá ÍR í vetur, með gullfallegu skoti rétt framan við miðjuhringinn og yfir Árna Snæ Ólafsson í marki Stjörnunnar.
Lengjubikar karla KR Stjarnan Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira