Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2025 14:17 Elmar Atli Garðarsson er fyrirliði Vestra. vísir/hulda margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í fótbolta, viðurkennir að hafa veðjað á leiki í Bestu deild karla. Hann segist hafa brugðist sjálfum sér og segir að dómstólar KSÍ muni fá mál hans til rannsóknar. Í færslu á Facebook greinir Elmar frá því að hann hafi veðjað á leiki í Bestu deild karla. Veðmálin tengdust þó ekki Vestra eða höfðu áhrif á liðið eða þau sem voru í baráttu við Ísfirðinga. Elmar segir að háar fjárhæðir hafi ekki verið í spilinu og hann hafi ekki haft hag af. „Mér finnst rétt að ég bregðist við og upplýsi sjálfur um mistök sem ég gerði. Ég vil vera hreinskiptinn með atvik og dreg ekkert undan. Mín mistök eru þau að ég veðjaði á leiki í Íslandsmóti KSÍ. Þetta gerði ég sjálfur og án þess að nokkur tengdist þeim veðmálum. Voru þetta veðmál á leiki í Bestu deildinni. Veðmál mín tengdust hvorki Vestra né heldur gátu haft nokkur áhrif á stöðu liðs míns eða annarra liða sem voru í keppni við okkur. Hvorki var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né heldur hafði ég nokkurn hag af. Fyrst og fremst var þetta leið til þess að hafa meira gaman af því að fylgjast með leikjunum,“ skrifar Elmar á Facebook. Hann segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest en viðurkennir mistökin og gengst við þeim. „Þetta voru mistök af minni hálfu og lýsa ákveðnum dómgreindarbresti. Ég er fyrirliði og er því fyrirmynd annarra leikmanna og stuðningsmanna félagsins. Ég brást sjálfum mér og þessi yfirlýsing verður örugglega mörgum vonbrigði. Feluleikur eða undanbrögð þjóna engum tilgangi. Ég gerði mistök. Ég viðurkenni mistök mín og ég læri af þeim. Ég vona að viðurkenning mín opni augu annarra fyrir þeirri ábyrgð sem við knattspyrnumenn berum og skyldum gagnvart heilindum leiksins. Dómstólar Knattspyrnusambands Íslands munu fá mál mitt til meðferðar. Ég heiti fullri samvinnu og fel ekkert,“ skrifar Elmar. Elmar var fyrirliði Vestra þegar liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild á síðasta tímabili. Hann spilaði þá 22 leiki og skoraði tvö mörk. Tvö nýleg dæmi Árið 2023 voru tveir íslenskir fótboltamenn dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum. Í ársbyrjun fékk Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, bann út tímabilið 2023 fyrir að veðja á hundruð fótboltaleiki árið 2022, meðal annars leiki sem hann spilaði sjálfur. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, var sumarið 2023 dæmdur í bann út árið fyrir að veðja leiki, meðal annars einn leik sem hann spilaði sjálfur, yfir fimm ára tímabil. Besta deild karla Vestri KSÍ Fjárhættuspil Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
Í færslu á Facebook greinir Elmar frá því að hann hafi veðjað á leiki í Bestu deild karla. Veðmálin tengdust þó ekki Vestra eða höfðu áhrif á liðið eða þau sem voru í baráttu við Ísfirðinga. Elmar segir að háar fjárhæðir hafi ekki verið í spilinu og hann hafi ekki haft hag af. „Mér finnst rétt að ég bregðist við og upplýsi sjálfur um mistök sem ég gerði. Ég vil vera hreinskiptinn með atvik og dreg ekkert undan. Mín mistök eru þau að ég veðjaði á leiki í Íslandsmóti KSÍ. Þetta gerði ég sjálfur og án þess að nokkur tengdist þeim veðmálum. Voru þetta veðmál á leiki í Bestu deildinni. Veðmál mín tengdust hvorki Vestra né heldur gátu haft nokkur áhrif á stöðu liðs míns eða annarra liða sem voru í keppni við okkur. Hvorki var um umtalsverðar fjárhæðir að ræða né heldur hafði ég nokkurn hag af. Fyrst og fremst var þetta leið til þess að hafa meira gaman af því að fylgjast með leikjunum,“ skrifar Elmar á Facebook. Hann segist hafa gerst sekur um dómgreindarbrest en viðurkennir mistökin og gengst við þeim. „Þetta voru mistök af minni hálfu og lýsa ákveðnum dómgreindarbresti. Ég er fyrirliði og er því fyrirmynd annarra leikmanna og stuðningsmanna félagsins. Ég brást sjálfum mér og þessi yfirlýsing verður örugglega mörgum vonbrigði. Feluleikur eða undanbrögð þjóna engum tilgangi. Ég gerði mistök. Ég viðurkenni mistök mín og ég læri af þeim. Ég vona að viðurkenning mín opni augu annarra fyrir þeirri ábyrgð sem við knattspyrnumenn berum og skyldum gagnvart heilindum leiksins. Dómstólar Knattspyrnusambands Íslands munu fá mál mitt til meðferðar. Ég heiti fullri samvinnu og fel ekkert,“ skrifar Elmar. Elmar var fyrirliði Vestra þegar liðið lék í fyrsta sinn í efstu deild á síðasta tímabili. Hann spilaði þá 22 leiki og skoraði tvö mörk. Tvö nýleg dæmi Árið 2023 voru tveir íslenskir fótboltamenn dæmdir í bann fyrir brot á veðmálareglum. Í ársbyrjun fékk Sigurður Gísli Bond Snorrason, leikmaður Aftureldingar, bann út tímabilið 2023 fyrir að veðja á hundruð fótboltaleiki árið 2022, meðal annars leiki sem hann spilaði sjálfur. Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, var sumarið 2023 dæmdur í bann út árið fyrir að veðja leiki, meðal annars einn leik sem hann spilaði sjálfur, yfir fimm ára tímabil.
Besta deild karla Vestri KSÍ Fjárhættuspil Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira