Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Lovísa Arnardóttir skrifar 11. mars 2025 15:31 Næsta eldgos gæti orðið stærra eða sambærilegt eldgosinu sem varð í ágúst í fyrra. Vísir/Vilhelm Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftavirknin frá síðustu goslokum hafi verið aðeins austar en í aðdraganda gossins sem hófst 20. nóvember 2024. „Jarðskjálftarnir austan við Sundhnúksgígaröðina eru líklega gikkskjálftar af völdum vaxandi þrýstings vegna kvikusöfnunar, en ekki endilega vísbending um líklegan uppkomustað eldgoss þó að ekki sé hægt að útiloka það. Ítarlegri greining á jarðskjálftagögnunum sem er í gangi gæti varpað skýrara ljósi á orsök þessarar breytingar í staðsetningu jarðskjálftanna,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Myndin sýnir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina frá 8. september 2024 til dagsins í dag 11. mars. Gögnin sýna því bæði jarðskjálftavirkni á milli eldgossins sem lauk 8. september og þess sem hófst 20. nóvember og tímabilið frá síðustu goslokum til dagsins í dag. Á kortinu eru grænir hringir staðsetningar skjálfta í aðdraganda eldgossins sem hófst 20. nóvember 2024 og rauðir hringir eru jarðskjálftar síðustu vikna. Hraunbreiða síðasta eldgoss er sýnd með gráu þekjunni og dökkrauðar línur sýna staðsetningu gossprungna í þeim eldgosum sem hafa orðið á svæðinu síðan í desember 2023. Veðurstofan Þar segir einnig að líklegasta sviðsmyndin sé að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Gert er ráð fyrir því að eldgos hefjist með mjög skömmum fyrirvara. Það verður þá áttunda eldgosið sem hefst á Sundhnúksgígaröðinni frá því við lok árs 2023. Síðasta eldgos sem stóð í 18 daga lauk 8. desember og því eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því að gosi lauk. Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúksgígaröðinni en í dag eru 111 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þar þann 20. nóvember 2024. Grafið sýnir lengd kvikusöfnunartímabila (bláar súlur) í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni síðan desember 2023 og rúmmál hraunbreiðanna (appelsínugular súlur) sem mynduðust í þeim. Bláu súlurnar sýna að tíminn á milli eldgosanna hefur farið vaxandi síðan í mars 2024. Rúmmál eldgosanna fór einnig vaxandi þar til í ágúst 2024 en fyrir eldgosið í nóvember 2024 náði rúmmál kviku undir Svartsengi ekki fyrra magni áður en það kom til eldgoss eins og það hefur gert í dag.Veðurstofan Rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á þessu tímabili er það mesta sem hefur verið áætlað í kvikuhólfinu frá upphafi þessarar goshrinu í desember 2023. Þess vegna er mögulegt að ef til eldgoss kemur á næstu dögum eða vikum geti það orðið sambærilegt eða stærra en eldgosið í ágúst 2024 sem er það stærsta hingað til að rúmmáli. Byggt á fyrri atburðum mun stærð mögulegs eldgoss þó ráðast af því hversu mikil kvika losnar úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Að svo stöddu er erfitt að segja til um stærð næsta atburðar með vissu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftavirknin frá síðustu goslokum hafi verið aðeins austar en í aðdraganda gossins sem hófst 20. nóvember 2024. „Jarðskjálftarnir austan við Sundhnúksgígaröðina eru líklega gikkskjálftar af völdum vaxandi þrýstings vegna kvikusöfnunar, en ekki endilega vísbending um líklegan uppkomustað eldgoss þó að ekki sé hægt að útiloka það. Ítarlegri greining á jarðskjálftagögnunum sem er í gangi gæti varpað skýrara ljósi á orsök þessarar breytingar í staðsetningu jarðskjálftanna,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Myndin sýnir jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina frá 8. september 2024 til dagsins í dag 11. mars. Gögnin sýna því bæði jarðskjálftavirkni á milli eldgossins sem lauk 8. september og þess sem hófst 20. nóvember og tímabilið frá síðustu goslokum til dagsins í dag. Á kortinu eru grænir hringir staðsetningar skjálfta í aðdraganda eldgossins sem hófst 20. nóvember 2024 og rauðir hringir eru jarðskjálftar síðustu vikna. Hraunbreiða síðasta eldgoss er sýnd með gráu þekjunni og dökkrauðar línur sýna staðsetningu gossprungna í þeim eldgosum sem hafa orðið á svæðinu síðan í desember 2023. Veðurstofan Þar segir einnig að líklegasta sviðsmyndin sé að þetta kvikusöfnunartímabil endi með kvikuhlaupi og eldgosi. Gert er ráð fyrir því að eldgos hefjist með mjög skömmum fyrirvara. Það verður þá áttunda eldgosið sem hefst á Sundhnúksgígaröðinni frá því við lok árs 2023. Síðasta eldgos sem stóð í 18 daga lauk 8. desember og því eru liðnir rúmlega þrír mánuðir frá því að gosi lauk. Þetta er lengsta kvikusöfnunartímabil í þessari eldgosahrinu á Sundhnúksgígaröðinni en í dag eru 111 dagar frá því að síðasta eldgos hófst þar þann 20. nóvember 2024. Grafið sýnir lengd kvikusöfnunartímabila (bláar súlur) í aðdraganda eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni síðan desember 2023 og rúmmál hraunbreiðanna (appelsínugular súlur) sem mynduðust í þeim. Bláu súlurnar sýna að tíminn á milli eldgosanna hefur farið vaxandi síðan í mars 2024. Rúmmál eldgosanna fór einnig vaxandi þar til í ágúst 2024 en fyrir eldgosið í nóvember 2024 náði rúmmál kviku undir Svartsengi ekki fyrra magni áður en það kom til eldgoss eins og það hefur gert í dag.Veðurstofan Rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi á þessu tímabili er það mesta sem hefur verið áætlað í kvikuhólfinu frá upphafi þessarar goshrinu í desember 2023. Þess vegna er mögulegt að ef til eldgoss kemur á næstu dögum eða vikum geti það orðið sambærilegt eða stærra en eldgosið í ágúst 2024 sem er það stærsta hingað til að rúmmáli. Byggt á fyrri atburðum mun stærð mögulegs eldgoss þó ráðast af því hversu mikil kvika losnar úr kvikuhólfinu þegar eldgos byrjar. Að svo stöddu er erfitt að segja til um stærð næsta atburðar með vissu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira