Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Kefl­víkingar eiga enn von

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Callum Lawson var mjög öflugur fyrir Keflavíkurliðið í kvöld.
Callum Lawson var mjög öflugur fyrir Keflavíkurliðið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Keflvíkingar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir níu stiga sigur á Stjörnunni, 107-98, í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld.

Keflvíkingar byrjuðu frábærlega og komust mest 21 stigi yfir en Stjörnumenn komu til baka í seinni hálfleiknum. Keflavíkurliðið hélt út og getur því enn komist í úrslitakeppnin með sigri á Þór í Þorlákshöfn og hagstæðum úrslitum í lokaumferðinni.

Stjörnumönnum mistókst aftur á móti að komast upp fyrir Stólana og í toppsæti deildarinnar.

Callum Lawson var frábær hjá Keflavík með 28 stig og 8 fráköst, Ty-Shon Alexander skoraði 26 stig og Jaka Brodnik var með 22 stig. Hilmar Smári Henningsson skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 20 stig.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira