Körfubolti

Kom á ó­vart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“

Það kom Baldri Þór Ragnars­syni, þjálfara Stjörnunnar í körfu­bolta á óvart að lands­liðs­maðurinn Hilmar Smári Hennings­son, væri á lausu og stæði liðinu til boða. Hilmar, sem lék lykil­hlut­verk í Ís­lands­meistara­liði Stjörnunnar á síðasta tíma­bili í Bónus deildinni, er mættur aftur í Garða­bæinn eftir stutt stopp í Litáen.

Körfubolti

„Skita“ olli því að leik­maður Tinda­stóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal

Tindastóll varð á dögunum fyrsta ís­lenska körfu­bolta­liðið í tuttugu ár til þess að komast áfram í sex­tán liða úr­slit í Evrópu­keppni félagsliða. Arnar Guðjóns­son, þjálfari liðsins, segir gengi þess betra en reiknað var með. „Skita“ í að­draganda síðasta leiks í Kó­sovó dregur ekki úr þeirri góðu upp­lifun sem leik­menn og þjálfarar hafa af ENBL deildinni.

Körfubolti

Steinar: Virðingar­leysi sem smitast

Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, var hundsvekktur með að hafa tapað leik fyrir KR í kvöld. Hann svekkti sig á fleiri hlutum og gerði virðingarleysi að umtalsefni hjá ýmsum aðilum.

Körfubolti

Þórir: Það eru bara allir að berjast

KR vann góðan sigur í 13. umferð Bónus deildar karla fyrr í kvöld. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson var virkilega góður og leiddi sína menn til sigurs. Hann horfir bjartsýnn fram á veginn og er þakklátur fyrir sigurinn.

Körfubolti

Tinda­stóll vann Val í spennutrylli

Tindastóll hóf nýja árið af sama krafti og liðið lauk því síðasta, í Bónus-deild kvenna í körfubolta, með því að vinna Valskonur í háspennuleik á Sauðárkróki í kvöld, 81-79.

Körfubolti

Elvar eitraður í endur­komu

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti stórleik fyrir lið sitt Anwil Wloclawek í 97-90 sigri á Gornik Walbrzych í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

Leik­manni Tinda­stóls var meinaður að­gangur inn í landið

Tindastóll mætir Sigal Prishtina frá Kósóvó í ENBL-deildinni í kvöld. Ivan Gavrilovic verður ekki með liðinu. Stólarnir millilentu í Istanbúl á leið sinni yfir til Kósóvó en þegar fara átti með liðið í gegnum vegabréfaeftirlitið í landinu fékk einn leikmaður liðsins ekki leyfi til að koma inn í landið. Það er Serbinn Ivan Gavrilovic og mun ástæðan vera pólitísk.

Körfubolti

Tvíbura­systurnar ó­vænt hættar

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur tilkynnti óvænt í dag, fyrir toppslaginn við KR í Bónus-deildinni í kvöld, að tvíburasysturnar Anna Lilja og Lára Ösp Ásgeirsdætur væru hættar.

Körfubolti

Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extra­leikunum

Það reyndi á körfuboltahæfileikana í nýjustu grein Extraleikanna, þar sem þeir Tommi Steindórs og Andri Már Eggertsson, eða Nablinn, kepptu í asna. Eftir keppnina kom í ljós að báðir höfðu þegið „ölmusu“ í frjálsíþróttakeppni fyrr í vetur.

Körfubolti