Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 11:08 Mladen Živanović segir unga Serba ekki sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Vísir/Samsett Serbar á Íslandi halda samstöðumótmælafund á Austurvelli í dag. Stúdentar í Serbíu hafa mótmælt ríkisstjórn Aleksandar Vučić í fleiri mánuði. Serbneskur námsmaður á Íslandi segist vilja sýna þeim stuðning sem berjast fyrir betri Serbíu. Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi. Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Búist er við því að tugir þúsunda geri sér ferð til Belgrad, höfuðborgar Serbíu, um helgina til að mótmæla spillingu ríkisstjórnar landsins en mótmælaalda hefur geysað þar í landi í fleiri mánuði. Stuðningsmenn Aleksandar Vučić forseta eru þegar hafnir að koma sér upp búðum fyrir utan forsetahöllina að því er Guardian greinir frá. Forsetinn hefur varað þá sem hyggjast mótmæla við því að valdi verði beitt. Saka stjórnvöld um banvæna spillingu Framfaraflokkur Aleksandars Vučić hefur farið með stjórn landsins frá árinu 2012 og Vučić sjálfur tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014. Frá árinu 2017 hefur hann gegnt embætti forseta. Hann hefur látið hafa það eftir sér að hann myndi frekar deyja en að segja af sér. Serbar á Íslandi héldu samstöðufund á Austurvelli fyrr í vetur.Aðsend Mótmælin sem geysað hafa undanfarna mánuði eiga rætur sínar að rekja til þess að pallur á járnbrautarstöð í borginni Novi Sad hrundi með þeim afleiðingum að fjórtán manns týndu lífi. Vučić sjálfur vígði stöðina árið 2022 eftir að hún var gerð upp en margir Serbar telja að . Síðan þá hafa tugir þúsunda námsmanna auk annarra mótmælt að mestu friðsamlega víða um landið nánast á hverjum degi. Minnast fórnarlamba Mladen Živanović er serbneskur námsmaður sem hefur verið búsettur á Íslandi í níu ár. Hann segist hafa flutt til Íslands vegna spillingar í Serbíu og segir að landar hans eigi erfitt með að sjá fyrir sér framtíð í heimalandi sínu. Hann er meðal þeirra sem að samstöðufundi standa sem haldinn verður klukkan fimm síðdegis í dag á Austurvelli. Serbar sem búsettir eru á Íslandi munu hittast á Austurvelli og ganga þaðan að Hallgrímskirkju þar sem fimmtán mínútna þögn verður viðhöfð til minningar um fórnarlömb slyssins á lestarstöðinni í Novi Sad. „Þessi samstöðufundur er mín leið – og leið annarra sem hafa flutt frá Serbíu – til að sýna stuðning við þá sem enn berjast fyrir betri Serbíu,“ segir hann. Ekki pólitísk mótmæli Hann segir serbneska námsmenn krefjast ábyrgðar og réttlætis. „Þetta eru ekki pólitísk mótmæli – námsmenn krefjast einfaldlega þess að serbneskar stofnanir, í því sem á að vera lýðræðislegt land, vinni vinnuna sína,“ segir Mladen. Hann segir rannsókn yfirvalda á harmleiknum í Novi Sad ófullnægjandi og skorta sönnunargögn auk þess sem stjórnvöld hafi beitt námsmenn sem mótmælt hafa ofbeldi. Ætlunin með samstöðufundinum sé að sýna námsmönnum landsins stuðning og veita þeim rödd á alþjóðavettvangi.
Serbía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, hefur sagt af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda sem stöðvuðu umferð við Autokomanda-gatnamót í Belgrad í gær. 28. janúar 2025 11:00