Lífið

Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð

Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Þriggja ára gamli brúnbjörninn Boki á leið í heilaskurðaðgerð í október.
Þriggja ára gamli brúnbjörninn Boki á leið í heilaskurðaðgerð í október. Wildwood Trust

Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann.

Dýralæknar, sem segja aðgerðina brautryðjandi, óttuðust að ef hann yrði ekki skorinn upp áður en hann legðist í dvala myndi hann ekki vakna aftur. Í október gekkst björninn undir nærri sex klukkustunda aðgerð, sem læknirinn Romain Pizzi hafði aðeins framkvæmt einu sinni áður, í dýraverndunargarðinum Wildwood Trust, skammt frá Canterbury. 

Hinn þriggja ára gamli Boki lagðist síðan í dvala, vaknaði fyrir skömmu og virðist hafa náð sér algjörlega. Hann þarf ekki lengur að taka lyf og er við hestaheilsu.

Enn sami gamli Boki 

Jon Forde, yfirmaður bjarnardeildarinnar hjá Wildwood, sagði við BBC að þrátt fyrir að Boki hafi „jafnað sig á ótrúlegan máta“ væri enn snemmt að fullyrða að hann væri alveg heilbrigður. Engin neikvæð merki hefðu þó sést á birninum.

„Öll hans persónuleikaeinkenni eru enn þarna, hann er enn gamli Boki sem við elskum,“ sagði Forde. Björninn hafi staðið sig vel í þessum fyrsta dvala en hafi þó misst um 30 kíló.

Starfsmenn Wildwood telja ástæðuna vera að hann óx svo mikið meðan hann svaf og því hafi mikil orka farið í vöxtnin. „Fyrsta verkefni okkar verður að setja smá þyngd aftur á hann,“ sagði Forde.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.