Lífið

Fann­ey og Teitur eiga von á barni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Fanney og Teitur gengu í hjónaband í ágúst 2024.
Fanney og Teitur gengu í hjónaband í ágúst 2024. Skjáskot

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

Fanney deildi hugljúfu myndskeiði á Instagram þar sem hún sýnir börnunum þeirra, Kolbrúnu Önnu og Reyni Alex, sónarmynd. Tilhlökkun systkinnanna leyndi sér ekki.

„Þetta er það sem ég er búin að dreyma um og óska mér,“ heyrist Kolbrún Anna segja.

„Þriðji gullmolinn okkar á leiðinni,“ skrifar Fanney við færsluna.

Fanney og Teitur byrjuðu saman árið 2016 og gengu í hjónaband 17. ágúst 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.