Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2025 14:49 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður Lengsta undirbúningstímabils í heimi. stöð 2 sport Þriðja þáttaröð af Lengsta undirbúningstímabili í heimi hefst í kvöld. Í fyrsta þættinum verða nýliðar Aftureldingar í Bestu deild karla teknir fyrir. Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Eins og fyrstu tveimur þáttaröðunum af LUÍH verða sex lið tekin fyrir í þriðju þáttaröðinni; karlalið ÍBV, Aftureldingar og FH og kvennalið Þróttar, Þórs/KA og FHL. Baldur Sigurðsson er höfundur þáttanna ásamt Ólafi Þór Chelbat. Í fyrsta þættinum sem verður sýndur klukkan 18:40 á Stöð 2 Sport í kvöld er Afturelding í aðalhlutverki. Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir eru áberandi í þættinum. Í klippunni hér fyrir neðan rifjar Jökull upp skemmtilega sögu af þorrablóti Aftureldingar. Bróðir hans manaði hann þá til að fara upp á svið með Audda og Steinda. Þar sem tíu þúsund krónur voru í boði var Jökull ekki lengi að ákveða sig og rauk upp á svið með bikarinn sem Afturelding fékk fyrir að vinna Keflavík í úrslitaleik umspils síðasta haust. „Ég var með bikarinn fyrir framan þúsund manns. Það var mögulega besta móment lífs míns,“ sagði Jökull. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Afturelding Þetta er bara fótbolti Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Baldur um þriðju þáttaröðina af LUÍH og við hverju áhorfendur mega búast. „Það er nýjung að hafa stelpurnar með og ég verð að segja að það er mjög góð og jákvæð breyting, sjá aðeins inn í þeirra heim. FHL er úti á landi og það eru venjulega uppáhalds þættirnir mínir. Það er mikil spenna hjá þeim en væntanlega krefjandi tímabil,“ sagði Baldur. En sá hann einhvern mun á því hvernig karlar og konur eru þjálfaðar? „Nei, ég gerði það ekki. Við reynum að spyrja þjálfarana að því en þetta er ekki mikill munur. Þetta er bara fótbolti. Það er ótrúlega gaman að fá innsýn og talandi við þær held ég að deildin kvennamegin í sumar verði mjög spennandi,“ sagði Baldur. Endaði í tognun Hann segir að grunnurinn að þáttunum sé sá sami og áður en einhverjar nýjungar bætist alltaf við. Klippa: LUÍH - Viðtal við Baldur „Konseptið heldur sér. Við fáum innsýn inn í aðstöðu félaganna. Við tölum við þjálfarana og valda leikmenn. Svo hef ég verið að fara í lyftingarnar á síðustu tveimur tímabilum en geri það ekki í ár. En við reynum að krydda það aðeins og breyta til og ég fer í létta boltakeppni með leikmönnum, mjög einfalda,“ sagði Baldur. „Þú talar um að vera með. Ég var með á einni æfingu, það vantaði mann, og það endaði í tognun. Þannig það er ein keppni sem ég næ ekki að vera með í,“ sagði Baldur léttur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Hitnar enn undir Postecoglou Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - FH | Bestu liðin mætast Þróttur - Valur | Vilja auka við stigamet sitt Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira