Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. mars 2025 20:50 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef gjósa skyldi á næstu dögum yrði það „endurtekið efni Vísir/Arnar Landris á Reykjanesskaga heldur enn áfram og kvikumagnið í kvikuhólfi undir Svartsengi aldrei verið meira. Eldfjallafræðingur segir líklegt að goshrinan á Reykjanesskaga sé að líða undir lok. Ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði fyrirvarinn ekki mikill en gosið gæti verið keimlíkt fyrri gosum á svæðinu. Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Þó hefur hægst á innrennsli kviku, sem einhverjir jarðvísindamenn hafa talið til marks um að senn styttist í næsta eldgos. Síðast gaus á Sundhnúksgígaröðinni þann 20. nóvember, en gosinu lauk nítján dögum síðar. Almannavarnir hafa verið á hættustigi vegna mögulegs eldgoss síðan í janúar, en talið er að eldgos geti hafist með afar skömmum fyrirvara á svæðinu. „Staðan er þannig að skjálftavirknin sem við sáum út við Reykjanestá er gengin yfir. Svo hefur aukist skjálftavirknin við gígaröðina milli Sýlingarfells og Stóra-Skógfells sem er í raun og veru sá staður sem við höfum séð skjálftavirkni áður fyrir gos,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Þorvaldur segir kvikugeymsluna undir Svartsengi vera komna að þolmörkum. „Rúmmál kviku sem hefur safnast saman í henni er svipað því sem var fyrir síðasta gos. Það má búast við því að þakið bresti og kvika leiti til yfirborðs í eldgosi,“ segir hann. „Hin hliðin á málinu er sú að til að fylla þessa grunnstöðu kvikugeymslu þarftu að vera með innflæði að neðan. Það innflæði hefur alltaf verið að minnka jafn og þétt.“ Áður fyrr hafi innflæðið verið um 3,3 til 3,8 rúmmetrar á sekúndu en nú sé það einungis 2,3 rúmmetrar á sekúndu. Til að hægt sé að viðhalda flæði í gegnum gosrás í skorpunni þurfi flæðið að vera þrír rúmmetrar á sekúndu. „Það eru öll teikn á loft um það að þetta sé að lognast út hægt og rólega,“ segir Þorvaldur Nokkurra mínútna fyrirvari Mikið hefur verið minnst á magn kvikunnar sem safnast hefur saman. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands í dag segir að rúmmál kvikusöfnunarinnar hafi aldrei verið meiri frá upphafi eldgosahrinunnar á Reykjanesskaganum. Þorvaldur segir hins vegar ekki muna miklu á kvikumagninu. „Kvikumagnið sem hefur safnast fyrir núna er mjög svipað því sem hefur safnast fyrir síðasta gos þótt það sé kannski örlítið meira. Til þess að fá verulega mikið magn þurfum við að horfa á landris í nokkrar vikur í viðbót.“ Hann segir að ef það skyldi gjósa á næstu dögum yrði það „endurtekið efni.“ Líklegast myndi gjósa á sama stað og áður. Fyrirvari gossins verði þó sennilega ekki mikill. „Við fáum örugglega einhverja viðvörun og hún verður örugglega frekar stutt. Sennilega í mínútum frekar en í tugum mínútna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira