Þau GDRN og Andri Björns hituðu upp fyrir Hlustendaverðlaunin í Víkinni þar sem þau fóru í hina margfrægu „Hitt í slána keppni.“ Í hvert sinn sem GDRN hitti fótboltanum ekki í slána þurfti hún að svara ýmsum spurningum frá Andra á meðan hann varð að sætta sig við að gera ýmsar æfingar eftir óskum söngkonunnar.
GDRN kemur fram á Hlustendaverðlaununum sem fara fram á Nasa næsta fimmtudagskvöld. Hún er jafnframt tilnefnd í nokkrum flokkum. Uppselt er á viðburðinn en hægt að er að ná sér í miða með því að hlusta á FM957 þar sem verða gefnir nokkrir miðar fram að hátíðinni. Hátíðin verður líka í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. GDRN gaf ekkert eftir í keppninni við Andra líkt og myndbandið ber með sér.