Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 06:58 Bráðlætið virðist vera að koma í bakið á Trump og Musk, sem hafa nú ítrekað verið gerðir afturreka af dómstólum. Getty/Andrew Harnik Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira