„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2025 10:52 Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra. Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum. Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum.
Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira