Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2025 14:31 Bræðurnir skelltu upp úr þegar pabbi þeirra, Andrés Guðmundsson, fór yfir það með hressandi hætti hvernig honum leið á KR-leikjum í fyrra. Stöð 2 Sport „Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum. Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira
Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: LUÍH - Feðgarnir fóru yfir KR-tímann Axel og Jökull bróðir hans munu spila saman með uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni eftir aðeins hálfan mánuð. Það verður fyrsta leiktíð liðsins í efstu deild karla í fótbolta. Axel sneri heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta sumar og gekk þá í raðir KR, eftir að hafa spilað á Englandi, í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð. Þrátt fyrir að hafa fengið góðan liðsstyrk áttu KR-ingar afar erfitt uppdráttar og Axel hlaut sjálfur sömuleiðis sinn skerf af gagnrýni. „Leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann“ „Þetta var mjög erfiður tími. Sérstaklega í svona klúbbi sem er með háan standard og vill alltaf vera í toppbaráttunni, að berjast um titla. Þegar ég skrifaði undir var bara eitt markmið og það var að vinna djöfulsins mótið,“ segir Axel í þættinum en hann var þrátt fyrir allt ánægður með að aðrir hefðu einnig búist við meira af honum og öðrum sem komu inn í KR-liðið: „Ég get sagt ykkur það að ef þessi umræða hefði ekki verið um okkur, þá hefði ég verið mikið pirraðri, því við vorum mennirnir sem áttum að koma inn og hækka standardinn. Ég lít því dálítið á þetta þannig: „Djöfull hefði verið leiðinlegt ef það hefði ekki verið talað um mann, að maður væri ekki að standa sig.“ Þetta er ekkert létt, að koma til baka [úr atvinnumennsku]. Ég var svo sannarlega ekki að vanmeta deildina eða neitt svoleiðis þegar ég kom inn. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert „walk in the park“. Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður en það gerir íslenska knattspyrnu fallega að það hafa allir áhuga á þessu,“ segir Axel. „Gat bara ekki horft meira á“ Baldur spurði þá pabba Axels, Andrés, hvort að hann tæki það inn á sig þegar sonum hans gengi erfiðlega: „Ég gerði það rosalega í KR. Ég fór heim af þremur leikjum því ég gat bara ekki horft meira á. Það sauð á hausnum,“ sagði Andrés einlægur og hló. „Svona eru bara íþróttir, er það ekki?“ Þáttinn má finna í heild sinni í vefsjónvarpi Stöðvar 2 en þættirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport á mánudagskvöldum.
Besta deild karla Afturelding Lengsta undirbúningstímabil í heimi KR Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sjá meira