Átta Dalvíkingar grófu sig í snjóhús í hamfaraveðri Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. mars 2025 07:04 Haukur og félagar höfðust við í pínulitlu snjóhúsi, svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. Stöð 2 „Við áttuðum okkur á að við urðum að reyna að grafa okkur inn í snjóhús. En snjórinn var grjótharður. Við vorum með skóflu og ísaxir og byrjuðum að höggva og moka. Ef við hefðum ekki gert það hefðu einhverjir af okkur drepist þarna fljótlega. Þetta tók átta klukkutíma,“ segir Haukur Gunnarsson, björgunarsveitarmaður í áhrifaríku viðtali í nýjasta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar og Heiðars Aðalbjörnssonar. Hauks og sjö félaga hans úr björgunarsveitinni á Dalvík var saknað eftir að þeir lentu skyndilega í glórulausu ofsaveðri í 20 stiga frosti 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði árið 1998. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Aðstandendur földu sig fyrir lögreglunni „Frostið var það mesta sem ég hef fundið. Þegar maður var orðinn blautur og kaldur þá hálfpartinn meiddi maður sig í beinunum,“ segir Haukur. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsi sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. „ Við vorum týndir björgunarsveitarmenn. Þetta fékk á mann. Hann fór út í frosthríðina um stund til að létta á sér en þá gerðist þetta: „Þá finn ég að gallinn frýs fastur eins og steypa. Allur blautur. Svo þegar ég ætlaði inn í snjóhúsið þá fann ég það ekki.“ Eftir erfiða nótt voru þrír sendir af stað til að láta vita og leita hjálpar. Á leiðinni voru þeir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Þegar langur tími leið fóru fimmmenningarnir í snjóhúsinu að óttast þeir hafi lent í snjóflóði. „Það var helvíti strembið,“ segir Haukur. Þegar þremenningarnir komu til byggða og fréttir bárust svo til Dalvíkur um hvar fimmmenningarnir héldu sig þá földu sumir aðstandendur sig fyrir lögreglunni: „Það á að tilkynna okkur að þeir séu dánir. Ég óð inn í stofu og reyndi að fela mig eins og barn. Lögreglumaðurinn má ekki sjá mig,“ segir Rúna Sigurðardóttir, eiginkona Hauks í þættinum. Útkall Dalvíkurbyggð Björgunarsveitir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Hauks og sjö félaga hans úr björgunarsveitinni á Dalvík var saknað eftir að þeir lentu skyndilega í glórulausu ofsaveðri í 20 stiga frosti 1.250 metra hæð á Nýjabæjarfjalli í Eyjafirði árið 1998. Þáttinn má sjá hér: Klippa: Útkall - Björgunarsveitarmanna saknað Aðstandendur földu sig fyrir lögreglunni „Frostið var það mesta sem ég hef fundið. Þegar maður var orðinn blautur og kaldur þá hálfpartinn meiddi maður sig í beinunum,“ segir Haukur. Mennirnir lágu hver um annan þveran í snjóhúsi sem var ekki nema um 60 sentimetrar á hæð – svangir, kaldir, blautir og óttaslegnir. „Við lágum næstum því hver ofan á öðrum,“ segir Haukur. „ Við vorum týndir björgunarsveitarmenn. Þetta fékk á mann. Hann fór út í frosthríðina um stund til að létta á sér en þá gerðist þetta: „Þá finn ég að gallinn frýs fastur eins og steypa. Allur blautur. Svo þegar ég ætlaði inn í snjóhúsið þá fann ég það ekki.“ Eftir erfiða nótt voru þrír sendir af stað til að láta vita og leita hjálpar. Á leiðinni voru þeir svo úrvinda að þeir sofnuðu ítrekað eftir að hafa lagst fyrir. Þegar langur tími leið fóru fimmmenningarnir í snjóhúsinu að óttast þeir hafi lent í snjóflóði. „Það var helvíti strembið,“ segir Haukur. Þegar þremenningarnir komu til byggða og fréttir bárust svo til Dalvíkur um hvar fimmmenningarnir héldu sig þá földu sumir aðstandendur sig fyrir lögreglunni: „Það á að tilkynna okkur að þeir séu dánir. Ég óð inn í stofu og reyndi að fela mig eins og barn. Lögreglumaðurinn má ekki sjá mig,“ segir Rúna Sigurðardóttir, eiginkona Hauks í þættinum.
Útkall Dalvíkurbyggð Björgunarsveitir Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira