Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. mars 2025 17:01 Brynja Péturs með nemendum á árlegum Hiphop Weekend viðburði í Malmö í nóvember 2024. Brynja Pétursdóttir einn frægasti danskennari landsins segir sitt fólk hafa fagnað vel og innilega þegar hún tilkynnti þeim að von væru á einum frægustu dönsurum í heimi í Hiphop senunni, hollensku systrunum Norah, Yarah og Rosa til Íslands. Þær héldu þriggja daga námskeið hjá Dans Brynju Péturs fyrr í mánuðinum. Hollensku systurnar eru með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Brynja segir í samtali við Vísi að þær séu skemmtilegt dæmi um það þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fari saman. Það er hefð hjá Brynju að fá gestakennara reglulega til landsins en hún segir það hafa komið nemendum skólans vel á óvart að það væru systurnar sem væru á leiðinni til landsins. „Það var ótrúlega gaman að svipta hulunni af því hver væri að koma, það voru gríðarleg fagnaðarlæti og spenna þegar ég sagði þeim að það væru þær Norah, Yarah og Rosa,“ segir Brynja hlæjandi. Hún segir systurnar hafa dansað frá unga aldri og sinnt honum allar götur síðan. Sjá má systurnar dansa í Instagram færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Dans Brynju Péturs (@dansbrynjupeturs) Brynja útskýrir að það geti verið erfitt að komast í góða Hiphop danstíma, því vinsældir dansstílsins séu svo miklar. Auðvelt sé að auglýsa Hiphop námskeið og fylla þau á nafninu einu saman vegna eftirspurnar. „Systurnar koma inn í zeitgeistið með hárfína danstækni og þykkt groove - sem er einmitt aðalsmerki Hiphop stílsins. Þeirra viðvera hefur sett „alvöru Hiphop dans“ aftur í forgrunninn og eflt samfélagið svo um munar.“ Vinsælasta dansformið Brynja segir að þau í Dans Brynju Péturs sérhæfi sig í kennslu á góðum dangsrunni og réttri tækni í Hiphop og fjölbreyttum Street stílum líkt og Dancehall, Top Rock, Waacking og Popping. „Þó almenningur kannast mögulega ekki við nöfnin á þessum stílum þá eru þetta einhver vinsælustu dansform dagsins í dag og sjást í myndböndum og á tónleikaferðalögum hjá Chris Brown, Rihanna, Kendrick Lamar, Doechii og fleiri tónlistarmönnum.“ Sjálf hefur Brynja lært hjá frumkvöðlum á sviðinu síðan 2007. Mörg þeirra hafi komið til Íslands að kenna við dansskólann frá árinu 2012. Þar segir Brynja að risanöfn hafi verið á ferðinni, meðal annars danshöfundar Michael Jackson, Janet Jackson, Mariah Carey, Beyoncé, Cardi B og fleiri listamanna. Íslenskir dansarar með framúrskarandi Hiphop bakgrunn „Það urðu til mörg „bucket list móment“ þegar fólkið okkar dansaði með Norah, Yarah og Rosa um helgina og er auðsjáanlegt að íslenskir dansarar eru einstaklega sterkir og komin langt í sinni dansþjálfun. Það var eflandi fyrir þau að finna afrakstur vinnu sinnar eftir að hafa æft til fjölda ára og standa nú við hliðina á fyrirmyndunum sínum og gefa þeim lítið eftir.“ Brynja segir dansskólann stefna á að halda áfram góðum tengslum við systurnar. Það hafi verið frábær stemning á meðan þær kenndu dansinn, meðal annars var haldið í dagsferð og út að borða. „Næst sjáum við þær í júlí í New York á metnaðarfullu tveggja vikna námskeiði með frumkvöðlum Hiphop og House stílanna, sem öll eru frá New York. Þarnæst sjáum við þær í nóvember í Malmö þar sem við keppum með atriði og tökum þátt í böttlum. Svo þarf að plana næstu Íslandsheimsókn!“ Dans Tengdar fréttir Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Sjá meira
Hollensku systurnar eru með eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram. Brynja segir í samtali við Vísi að þær séu skemmtilegt dæmi um það þegar raunveruleg gæði og miklar vinsældir fari saman. Það er hefð hjá Brynju að fá gestakennara reglulega til landsins en hún segir það hafa komið nemendum skólans vel á óvart að það væru systurnar sem væru á leiðinni til landsins. „Það var ótrúlega gaman að svipta hulunni af því hver væri að koma, það voru gríðarleg fagnaðarlæti og spenna þegar ég sagði þeim að það væru þær Norah, Yarah og Rosa,“ segir Brynja hlæjandi. Hún segir systurnar hafa dansað frá unga aldri og sinnt honum allar götur síðan. Sjá má systurnar dansa í Instagram færslunni hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Dans Brynju Péturs (@dansbrynjupeturs) Brynja útskýrir að það geti verið erfitt að komast í góða Hiphop danstíma, því vinsældir dansstílsins séu svo miklar. Auðvelt sé að auglýsa Hiphop námskeið og fylla þau á nafninu einu saman vegna eftirspurnar. „Systurnar koma inn í zeitgeistið með hárfína danstækni og þykkt groove - sem er einmitt aðalsmerki Hiphop stílsins. Þeirra viðvera hefur sett „alvöru Hiphop dans“ aftur í forgrunninn og eflt samfélagið svo um munar.“ Vinsælasta dansformið Brynja segir að þau í Dans Brynju Péturs sérhæfi sig í kennslu á góðum dangsrunni og réttri tækni í Hiphop og fjölbreyttum Street stílum líkt og Dancehall, Top Rock, Waacking og Popping. „Þó almenningur kannast mögulega ekki við nöfnin á þessum stílum þá eru þetta einhver vinsælustu dansform dagsins í dag og sjást í myndböndum og á tónleikaferðalögum hjá Chris Brown, Rihanna, Kendrick Lamar, Doechii og fleiri tónlistarmönnum.“ Sjálf hefur Brynja lært hjá frumkvöðlum á sviðinu síðan 2007. Mörg þeirra hafi komið til Íslands að kenna við dansskólann frá árinu 2012. Þar segir Brynja að risanöfn hafi verið á ferðinni, meðal annars danshöfundar Michael Jackson, Janet Jackson, Mariah Carey, Beyoncé, Cardi B og fleiri listamanna. Íslenskir dansarar með framúrskarandi Hiphop bakgrunn „Það urðu til mörg „bucket list móment“ þegar fólkið okkar dansaði með Norah, Yarah og Rosa um helgina og er auðsjáanlegt að íslenskir dansarar eru einstaklega sterkir og komin langt í sinni dansþjálfun. Það var eflandi fyrir þau að finna afrakstur vinnu sinnar eftir að hafa æft til fjölda ára og standa nú við hliðina á fyrirmyndunum sínum og gefa þeim lítið eftir.“ Brynja segir dansskólann stefna á að halda áfram góðum tengslum við systurnar. Það hafi verið frábær stemning á meðan þær kenndu dansinn, meðal annars var haldið í dagsferð og út að borða. „Næst sjáum við þær í júlí í New York á metnaðarfullu tveggja vikna námskeiði með frumkvöðlum Hiphop og House stílanna, sem öll eru frá New York. Þarnæst sjáum við þær í nóvember í Malmö þar sem við keppum með atriði og tökum þátt í böttlum. Svo þarf að plana næstu Íslandsheimsókn!“
Dans Tengdar fréttir Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Sjá meira
Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. 16. október 2024 13:03