Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Þú hefur þyngst“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. mars 2025 13:32 Kristbjörg segir óumbeðnar ráðleggingar um fegrunaraðgerðir geta haft áhrif á sjálfstraust fólks. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og athafnakona, deilir í einlægum pistli á Instagram-síðu sinni reynslu sinni af óumbeðnum athugasemdum frá fagfólki í fegrunar- og heilbrigðisgeiranum. Hún útskýrir hvernig slíkar athugasemdir, sem oft fela í sér ráðleggingar um útlitsbreytingar undir yfirskini faglegs ráðs eða sölutals, hafa haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd hennar og vellíðan, þrátt fyrir að hún hafi aldrei óskað eftir slíkum ábendingum. Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness) Heilsa Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Sjá meira
Kristbjörg segir frá heimsókn sinni í fegrunarmeðferð erlendis, þar sem hún fór í LPG-tíma, nuddmeðferð sem eykur blóðflæðið og styrkir húðina. Hún hafði ekki komið á stofuna í tæpt ár þegar snyrtifræðingurinn tók á móti henni með orðunum: „Fröken, þú hefur þyngst,“ á sama tíma og hún kleip Kristbjörgu í handlegginn, magann og innanverð læri. Ekki bara einu sinni, heldur aftur og aftur í gegnum meðferðina endurtók hún þetta og lagði til aðrar meðferðir til að láta hana líta „grennri út.“ Kristbjörg hefur áður lent í sambærilegum aðstæðum. Hún segir að tveir mismunandi húðlæknar sem hún hafi heimsótt á síðasta ári hafi sagt henni að hún þyrfti nauðsynlega á bótoxi að halda til að líta betur út, þrátt fyrir að hún hafi aldrei beðið um slíkt ráð. Hún hafði einungis verið að leita leiða til að örva kollagenframleiðslu án þess að láta sprauta neinu í sig. „Ég er nokkuð örugg með sjálfa mig – en verum hreinskilin, við eigum öll okkar daga þar sem við upplifum okkur ekki sem okkar besta sjálf. Hefði þetta gerst þegar ég var yngri eða á einhvern af þeim viðkvæmari dögum, hefði þetta getað haft mikil áhrif á mig.“ „Og það er einmitt málið. Við vitum aldrei hvað aðrir eru að ganga í gegnum. Þyngdaraukning, breytingar á húð, þreytt augu – þetta getur stafað af streitu, veikindum, hormónabreytingum, lífsbreytingum eða einfaldlega því að vera mannleg. Samt eru svona athugasemdir oft látnar falla af léttúð, oft dulbúnar sem „faglegt ráð“ eða sölumál. Það er pirrandi. Það er skaðlegt. Og það er ekki í lagi. Sem einkaþjálfari myndi ég aldrei labba upp að manneskju og tjá mig á þennan hátt um líkama hennar. Það eru til hlýlegri og virðingarmeiri leiðir til að styðja við fólk. Auðvitað er ekkert að því að veita faglega ráðgjöf þegar eftir henni er óskað og hún er gefin af alúð.“ Kristbjörg hvetur fólk til að vanda orð sín, vera mild í nálgun og hætta að gera ráð fyrir að fegurð sé bundin við eina stærð, lögun eða aldur. „Sjálfstraust á að byggja upp, ekki brjóta niður. Og enginn á rétt á að græða á því að láta þér líða eins og þú sért ekki nóg.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by ✨Kris J✨ (@krisjfitness)
Heilsa Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Kynntist manninum á Tinder í Covid Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Fleiri fréttir Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Sjá meira