UEFA heldur úti sértilgerðum hamfarasjóði sem ætlað er að styrkja uppbyggingu félaga sem hafa verið fórnarlömb náttúruhamfara.
Knattspyrnusamband Íslands greinir frá því á heimasíðu sambandsins að Thierry Favre, fulltrúi UEFA, hafi komið hingað til lands í vikunni til að leggja mat á eyðileggingu sem jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa valdið keppis- og æfingaaðstöðu Grindavíkur.
Á myndinni að ofan má sjá Favre líta ofan í heljarinnar sprungu sem myndaðist í knattspyrnuhúsinu Hópinu í Grindavík.
Heimsóknin er liður í fyrirhugaðri umsókn sem KSÍ mun, fyrir hönd Grindavíkur, senda sjóði UEFA.
Karla- og kvennalið Grindavíkur léku í Safamýri í Reykjavík síðasta sumar en kvennalið félagsins hefur sameinast Njarðvík. Heimaleikir þess sameinaða liðs mun spila í Reykjanesbæ.
Stefna knattspyrnudeildar félagsins er að karlalið Grindavíkur spili heimaleiki liðsins í Grindavíkurbæ.