Innlent

Kjartan Már aftur í veikinda­leyfi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra sinnir starfi Kjartans í fjarveru hans.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs og staðgengill bæjarstjóra sinnir starfi Kjartans í fjarveru hans. Reykjanesbær

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ er aftur farinn í veikindaleyfi.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs mun sinna starfi bæjarstjóra á meðan.

Fram kemur í fundargerð bæjarráðs frá í morgun að samkvæmt læknisvottorði verði Kjartan Már óvinnufær með öllu til fyrsta júní næstkomandi.

Hann hóf störf á nýjan leik fyrsta febrúar síðastliðinn eftir tæplega fimm mánaða veikindaleyfi eða frá því í september í fyrra.

Kjartan Már greindist með krabbamein síðasta sumar. Gert var ráð fyrir því að Kjartan tæki aftur við eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×