„Þetta var ekki alið upp í mér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. mars 2025 10:32 Viktor Andersen hefur farið í fjölmargar fegrunaraðgerðir. Tilbrigði um fegurð eru nýir þættir sem fóru í loftið á Stöð 2 á miðvikudagskvöldið. Sindri Sindrason hitti hinn 35 ára hjúkrunarfræðing, Viktor Andersen sem hefur farið í fjölmargar fegrunaraðgerðir og er ekki hættur. „Ég vinn á Landspítalanum á hjarta, lungna, nýrna og augnadeild og síðan hef ég líka verið á göngudeild augnsjúkdóma þannig að það er nóg að gera,“ segir Viktor í samtali við Sindra. „Ég byrjaði sautján ára á hjúkrunarheimilinu heima á Seyðisfirði og elskaði það. Ég prófaði að vinna í frystihúsinu heima og ég entist í viku þar. En að vinna á hjúkrunarheimilinu var gefandi og skemmtilegt og því átti hjúkrun við mig. Þegar fólk lítur á mig dettur það ekki í hug hjúkrunarfræðingur, utan að landi og því kem ég fólki yfirleitt á óvart.“ Sindri spyr Viktor hvernig viðbrögð hann fær frá fólki inn á spítalanum? „Útlitið á ekki að skipta öllu máli. Ferilskrá mín talar bara sínu máli og sem betur fer sá yfirmaðurinn minn það á sínum tíma. Það var því ekkert í fyrirstöðu að ráða mig.“ En þá fer umræðan yfir í lýtalækningar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvar þetta byrjar, því þetta var ekki alið upp í mér. Þetta var bara alltaf í höfðinu á mér og bara áhugi fyrir þessu. Ég hef í raun ekki svarið við því hvaðan þetta kemur. Það fyrsta var fyllingarefni í varir, um leið og ég fékk sjálfræðisaldur. Svo var það nefaðgerð, fyllingarefni í kinnbein, kjálkalínu og síðan stuttu seinna byrjar maður í bótox-inu líka,“ segir Viktor en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Lýtalækningar Tilbrigði um fegurð Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
„Ég vinn á Landspítalanum á hjarta, lungna, nýrna og augnadeild og síðan hef ég líka verið á göngudeild augnsjúkdóma þannig að það er nóg að gera,“ segir Viktor í samtali við Sindra. „Ég byrjaði sautján ára á hjúkrunarheimilinu heima á Seyðisfirði og elskaði það. Ég prófaði að vinna í frystihúsinu heima og ég entist í viku þar. En að vinna á hjúkrunarheimilinu var gefandi og skemmtilegt og því átti hjúkrun við mig. Þegar fólk lítur á mig dettur það ekki í hug hjúkrunarfræðingur, utan að landi og því kem ég fólki yfirleitt á óvart.“ Sindri spyr Viktor hvernig viðbrögð hann fær frá fólki inn á spítalanum? „Útlitið á ekki að skipta öllu máli. Ferilskrá mín talar bara sínu máli og sem betur fer sá yfirmaðurinn minn það á sínum tíma. Það var því ekkert í fyrirstöðu að ráða mig.“ En þá fer umræðan yfir í lýtalækningar. „Ég veit ekki nákvæmlega hvar þetta byrjar, því þetta var ekki alið upp í mér. Þetta var bara alltaf í höfðinu á mér og bara áhugi fyrir þessu. Ég hef í raun ekki svarið við því hvaðan þetta kemur. Það fyrsta var fyllingarefni í varir, um leið og ég fékk sjálfræðisaldur. Svo var það nefaðgerð, fyllingarefni í kinnbein, kjálkalínu og síðan stuttu seinna byrjar maður í bótox-inu líka,“ segir Viktor en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Lýtalækningar Tilbrigði um fegurð Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira