„Getum brotið blað í sögu handboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2025 13:18 Valskonur eru nýbúnar að fagna deildarmeistaratitli en ætla sér núna að komast í úrslitaeinvígi EHF-bikarsins, fyrstar íslenskra kvenna. Valur handbolti Valskonur og þjálfarinn Ágúst Jóhannsson eru staðráðin í að skrá sig í sögubækurnar í dag með því að komast í úrslit EHF-bikarsins í handbolta í dag. Ágúst segir skipta sköpum að fólk fjölmenni á Hlíðarenda til að hjálpa Val yfir endalínuna. Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“ EHF-bikarinn Valur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Ágúst ræddi fyrir helgi við Val Pál Eiríksson, fyrir seinni leik Vals við Iuventa Michalovce í undanúrslitum EHF-bikarsins í handbolta sem fram fer á Hlíðarenda í dag klukkan 17:30. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Ágúst um risaleik Vals í dag „Það er spenna í hópnum en við erum meðvituð um að við þurfum alvöru frammistöðu til að vinna upp þennan mun. Þetta er sterkt lið, líkamlega sterkt, spilar góða vörn og keyrir hraðaupphlaup. Þær eru með markvörð sem kastar fram alveg ville vekk,“ segir Ágúst. Dagskráin á Hlíðarenda í dag er vegleg.Valur handbolti Valur tapaði fyrri leiknum í Slóvakíu, 25-23, og þarf því að vinna með að minnsta kosti tveimur mörkum í dag. Valsliðið þarf að byggja ofan á góðan seinni hálfleik ytra. „Við lentum sjö mörkum undir úti, með 25 mínútur eftir, en sóknarleikurinn okkar varð betri í seinni hálfleik. Við náðum að opna þær betur, fara meira í breiddina og slíta þær í sundur. Við kláruðum færin líka betur, eftir að hafa farið illa með dauðafærin framan af leik. Við teljum okkur því hafa fundið einhverjar lausnir,“ segir Ágúst. Mikil dagskrá er á Hlíðarenda í dag fyrir börn og fullorðna og ljóst að allir ættu að geta skemmt sér, sérstaklega ef Valsliðið landar sigri: „Við erum að mæta mjög sterku og reyndu liði en að sama skapi erum við með feykilega vel mannað lið og leikmenn sem hafa mikla reynslu. Það gæti skipt rosalega miklu máli að fá fólk á völlinn. Að fólk fjölmenni hingað á Hlíðarenda. Hérna verður flott dagskrá fyrir bæði krakka og fullorðna. Við spiluðum úti fyrir framan 1.500 manns og við þurfum bara stuðning hérna og fullan Hlíðarenda. Þá er ég sannfærður um að við getum brotið blað í sögu handboltans og komið liðinu alla leið í úrslitaleikinn, sem yrði í fyrsta sinn sem að kvennalið kæmist alla leið.“
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira