Menning

For­dæmd ást kúrekanna á fjallinu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann fara með hlutverk Ennis og Jack í Fjallabaki.
Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann fara með hlutverk Ennis og Jack í Fjallabaki. Íris Dögg

Verkið Fjallabak var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstudagskvöld fyrir troðfullum sal gesta. Verkið byggir á samnefndri Pulitzerverðlauna smásögu Annie Proulx og síðar gerði kvikmyndaleikstjórinn Ang Lee kvikmyndina Brokeback Mountain eftir sögunni. Í pistlinum má sjá stiklu úr leikritinu. 

Hér má sjá stikluna: 

Klippa: Fjallabak - Stikla

„Hér segir af kúrekunum Ennis og Jack sem hittast fyrir tilviljun þegar þeir vinna við að smala búfé á fjöllum í Bandaríkjunum um miðbik síðustu aldra. Þrátt fyrir gríðarlega fordóma samfélagsins dragast þeir hvor að öðrum og reyna saman að höndla ást og frelsi sem er í fullkominni mótsögn við ofbeldið og erfiðleikana í umhverfi þeirra,“ segir í texta frá Borgarleikhúsinu. 

Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk Ennis og Jack en með önnur hlutverk fara þau Hilmir Snær Guðnason, Esther Talía Casey og Íris Tanja Flygenring. Valur Freyr Einarsson er leikstjóri og lifandi tónlist sýningarinnar er í höndum Guðmundar Péturssonar og Þorsteins Einarssonar. 


Tengdar fréttir

Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak

Það var líf og fjör á frumsýningu í Borgarleikhúsinu þar sem sjóðheitar stjörnur landsins komu saman á frumsýningu Fjallabaks þar sem Björn Stefánsson og Hjörtur Jóhann Jónsson fara með hlutverk kúreka sem verða óvænt ástfangnir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.