„Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 11:01 Jökull Elísabetarson tók við Stjörnunni eftir sex umferðir 2023. vísir/anton Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir ógjörning að ráða í Stjörnuliðið, bæði fyrir hvert tímabil og eins milli leikja. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, sé óútreiknanlegur. Stjörnunni er spáð 5. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Á síðasta tímabili enduðu Garðbæingar í 4. sæti og í því þriðja tímabilið þar á undan. „Fyrir hvert einasta tímabil veit maður eiginlega ekkert hverju maður á von á frá Stjörnunni. Það er erfitt að rýna í þá, bara milli leikja. Hvernig Jökull stillir upp og hvað markmið liðsins er fyrir hvert tímabil,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á Stjörnuna missa þeir alltaf stóra pósta fyrir hvert tímabil; hvort sem það er Ísak [Andri Sigurgeirsson], Eggert (Aron Guðmundsson) en núna er aðalhöggið að Óli Valur [Ómarsson] hafi endað hjá Breiðabliki. Róbert Frosti [Þorkelsson] er líka farinn út. Það er mjög áhugavert tímabil hjá Stjörnunni og ég held að þeir geri sér vonir um aðeins betri árangur en í fyrra og komist í Evrópukeppni.“ Klippa: 5. sæti Stjarnan Jökull gerir jafnan miklar breytingar á liði Stjörnunnar milli leikja. „Það er oft talað um þjálfarar vilji finna sitt sterkasta byrjunarlið. Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari. Hann horfir bara á þetta leik eftir leik og fari eftir andstæðingum,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á hópinn hjá Stjörnunni; það var sterkt að fá [Benedikt] Warén inn og fá annan mann til að „rótera“ aðeins við Emil. Mér líst ekkert sérstaklega vel á að þeir spili saman frammi; Andri Rúnar [Bjarnason] og Emil. En svo horfir á öftustu línu. Það er að mínu mati veikleiki liðsins. Þorri [Mar Þórisson] kemur heim úr atvinnumennsku. Það eru stórir póstar farnir; Danni [Laxdal], Hilmar Árni [Halldórsson] og Tóti [Þórarinn Ingi Valdimarsson] hættir. Maður horfir á öftustu línu; Sindri [Þór Ingimarsson], Gummi [Kristjánsson] og Sigurður [Gunnar Jónsson]. Mér fannst vanta aðeins meiri breidd þar. Ég hef aðaláhyggjur af þeim í öftustu línu.“ Stjarnan mætir FH á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Stjörnunni er spáð 5. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2. Á síðasta tímabili enduðu Garðbæingar í 4. sæti og í því þriðja tímabilið þar á undan. „Fyrir hvert einasta tímabil veit maður eiginlega ekkert hverju maður á von á frá Stjörnunni. Það er erfitt að rýna í þá, bara milli leikja. Hvernig Jökull stillir upp og hvað markmið liðsins er fyrir hvert tímabil,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á Stjörnuna missa þeir alltaf stóra pósta fyrir hvert tímabil; hvort sem það er Ísak [Andri Sigurgeirsson], Eggert (Aron Guðmundsson) en núna er aðalhöggið að Óli Valur [Ómarsson] hafi endað hjá Breiðabliki. Róbert Frosti [Þorkelsson] er líka farinn út. Það er mjög áhugavert tímabil hjá Stjörnunni og ég held að þeir geri sér vonir um aðeins betri árangur en í fyrra og komist í Evrópukeppni.“ Klippa: 5. sæti Stjarnan Jökull gerir jafnan miklar breytingar á liði Stjörnunnar milli leikja. „Það er oft talað um þjálfarar vilji finna sitt sterkasta byrjunarlið. Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari. Hann horfir bara á þetta leik eftir leik og fari eftir andstæðingum,“ sagði Albert. „Ef maður horfir á hópinn hjá Stjörnunni; það var sterkt að fá [Benedikt] Warén inn og fá annan mann til að „rótera“ aðeins við Emil. Mér líst ekkert sérstaklega vel á að þeir spili saman frammi; Andri Rúnar [Bjarnason] og Emil. En svo horfir á öftustu línu. Það er að mínu mati veikleiki liðsins. Þorri [Mar Þórisson] kemur heim úr atvinnumennsku. Það eru stórir póstar farnir; Danni [Laxdal], Hilmar Árni [Halldórsson] og Tóti [Þórarinn Ingi Valdimarsson] hættir. Maður horfir á öftustu línu; Sindri [Þór Ingimarsson], Gummi [Kristjánsson] og Sigurður [Gunnar Jónsson]. Mér fannst vanta aðeins meiri breidd þar. Ég hef aðaláhyggjur af þeim í öftustu línu.“ Stjarnan mætir FH á Samsung-vellinum í Garðabæ í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á mánudaginn.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn