Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sindri Sverrisson skrifar 2. apríl 2025 13:01 Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn leikmaður Víkings sem nú er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Hann þykir besti og erfiðasti mótherji deildarinnar. Vísir/Vilhelm Helmingur leikmanna Bestu deildar karla er hrifnari af gervigrasi en venjulegu grasi. Mikill meirihluti vill myndbandsdómgæslu í deildinni, aðeins 5% leikmanna eru hvorki í annarri vinnu né námi með fótboltanum, og langflestir telja Gylfa Þór Sigurðsson besta leikmann deildarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu. Besta deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í könnun sem gerð var á meðal leikmanna í Bestu deild karla. Niðurstöður úr könnuninni voru kynntar í dag um leið og árleg spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í deildinni var birt. Samkvæmt spánni verða Víkingar Íslandsmeistarar í haust. Víkingar keyptu sem kunnugt er Gylfa Þór Sigurðsson frá Val í vetur og vann hann með yfirburðum kosninguna um besta leikmann deildarinnar. Blikarnir Óli Valur Ómarsson og Höskuldur Gunnlaugsson komu honum næstir. Kaplakriki skemmtilegastur en Víkin erfiðust Gylfi var sömuleiðis talinn erfiðasti mótherjinn en þar dreifðust atkvæði mun meira og hlaut Gylfi 22 atkvæði en Höskuldur kom næstur með 15 atkvæði. Flestir telja að þrátt fyrir að hann fái engar stoðsendingar frá Gylfa í sumar þá verði Patrick Pedersen markakóngur deildarinnar. Kaplakriki var valinn skemmtilegasti völlurinn og Víkingsvöllur erfiðasti völlurinn. Þá telja menn Aftureldingu líklegasta til að koma á óvart en Fram og ÍBV voru einnig oft nefnd í því sambandi. Mönnum þykir skemmtilegast, en ekki erfiðast, að spila á grasinu á Kaplakrikavelli.vísir/Diego Helmingur í námi og flestir hinna í vinnu Aðeins 5% leikmanna deildarinnar segjast vera eingöngu fótboltamenn. Langflestir eru annað hvort í námi eða fullri vinnu með boltanum. Um 15% eru í hlutastarfi með boltanum, 33% í fullu starfi en 47%, eða tæplega helmingur leikmanna, eru í námi. Margir eru eflaust í bæði starfi og námi með fótboltanum en spurt var hvaða lýsing ætti best við menn. Alls vilja 70% leikmanna fá VAR í Bestu deildina en 30% eru á móti því. Myndbandsdómgæsla er sífellt innleidd í fleiri deildir og spurning hvort og þá hvenær það gerist hér á landi en ljóst er að leikmenn kalla eftir henni. Jafnmargir styðja gervigras og gras Leikmenn skiptast í tvo nánast hnífjafna hópa þegar spurt er hvort þeir séu hrifnari af gervigrasi (49% eru „team gervigras“) eða náttúrulegu grasi (51% eru „team gras“). Besti leikmaður í sögu efstu deildar er Óskar Örn Hauksson, sem lék með Víkingum í fyrra en kvaddi félagið í vetur, en hann hlaut yfirburðakosningu.
Besta deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti