Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2025 13:35 Snorri segir Þorbjörgu Sigríði og Viðreisn hafa heldur betur komið úr skápnum þegar ráðherra birtist með „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“, óbreytt frá Vinstri grænum, að sögn Snorra. Vísir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta. „Viðreisn hefur alveg tekið við keflinu þarna. Ráðherra staðfesti það. Gekk hjá hlæjandi meðan ég var að flytja mína ræðu og staðfesti þannig í raun að þannig væri í pottinn búið. Hún hlustaði ekki einu sinni á ræðu mína,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið þá fluttust jafnréttismálin frá forsætisráðuneytinu yfir í dómsmálaráðuneytið þegar ný ríkisstjórn tók við og sagði Þorbjörg Sigríður af því tilefni að hún væri stolt af því að vera ráðherra þessara mikilvægu málaflokka. Þorbjörg Sigríður tók við jafnréttismálunum þegar ný ríkisstjórn við og sagðist við það tækifæri, á Instagram, vera stolt af því að hafa tekið við svo mikilvægum málaflokki og birti mynd af starfsfólki jafnréttis og mannréttinda í ráðuneytinu.instagram Snorri segir að í ræðu sinni hafi hann rakið atriði sem í hans huga eru hvert öðru fáránlegra. Hann segir ljóst að þó Viðreisn hafi ekki haft hátt um jafnlaunavottunina í kosningabaráttunni þá hviki Viðreisn hvergi frá því að hún sé góð og gild þrátt fyrir að vísindalega sé sannað að hún hafi engu skilað. Stjórnlyndi Viðreisnar þekkir engin takmörk Og áfram skal haldið: „Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir,“ segir Snorri meðal annars. En hann birti á Facebook-síðu sinni punkta upp úr ræðu sinni: Viðreisn hefur þar með sýnt og sannað að hann sé stjórnlyndur fram í fingurgóma: „Já, ég verð að segja, það kemur flatt uppá mig að markaðssinnaður flokkur sem á mögulega að heita hægra megin við miðjuna og hefur stefnu til að standa gegn forræðishyggju hvers konar og stjórnlyndi skuli án þess að depla auga taka upp áætlanir okkar stjórnlyndustu vinstri flokka. Þar sem markmiðið er að ríkisvaldið leggi upp með einhvers konar opinbera hugmyndafræði og beiti öllum tiltækum ráðum til að knýja þá hugmyndafræði í gegn. Þetta er auðvitað í andstöðu við frjálslynda hugmyndafræði. “ Snorri segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn á þingi eru óttaslegnir að leggja orð í belg um þessi mál sem vilja einfaldlega fljóta í gegn án umræðu. Vilja ráða því hvað fólk hugsar og hvernig það hegðar sér Þá segir þingmaðurinn að yfirlýst markmið sé ætíð voðalega göfugt en það sé augljóst að raunverulega markmiðið er: „Að ákveða með einum eða öðrum hætti fyrir borgara hvernig þeir eigi að hugsa og hegða sér.“ Snorri Másson rak upp stór augu þegar hann tók eftir því að Viðreisn er með svo gott sem óbreytta jafnréttisáætlun frá Vinstri grænum.vísir/vilhelm Snorri er hlessa og líkir þessu við „cartel“ eða mafíu, þá í tengslum við vottunarbransann. Sem hann segir heldur betur skjóta skökku við nú á tímum þegar konur gegni bókstaflega öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Á tímum þar sem leiðréttur launamunur á milli karla og kvenna mælist 3,6 prósent - sem sagt varla marktækur ef tekið er tillit til fjölbreyttra lífsákvarðana fólks - og á tímum þar sem 58 prósent kvenna er með háskólamenntun - og aðeins 31 prósent karla er með háskólamenntun. Á tímum þar sem framhaldsskólar eru með kynjakvóta til að sýna hinum ólæsu drengjum mildi í inntökuferlinu, og á tímum þar sem algert lagalegt jafnrétti á milli karla og kvenna hefur í áratugi ríkt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og ekkert bendir til að neinn vilji breyta því.“ Alltaf megi teygja sig lengra Snorri segir að það felist því ákveðin hugarleikfimi að halda því fram að hér hafi orðið mikið „bakslag“ í réttindum kvenna. En það megi alltaf teygja sig - það megi alltaf færa rök fyrir bakslaginu, eins og er gert með fjölbreyttum hætti í þessari jafnréttisáætlun hæstvirts dómsmálaráðherra. „Úr því að allur þessi jafnréttisárangur hefur náðst á helstu sviðum erum við núna sannarlega komin út í smáatriðin í leit að bakslaginu. Ekkert svið samfélagsins er þeirri vinnu óviðkomandi. Hver er til dæmis staðan þegar kemur að rafbílaeign yfirstéttarinnar? Ríkir jafnrétti þar eða verður ríkisvaldið að grípa inn í eigin inngrip?“ spyr Snorri meðal annars. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Viðreisn hefur alveg tekið við keflinu þarna. Ráðherra staðfesti það. Gekk hjá hlæjandi meðan ég var að flytja mína ræðu og staðfesti þannig í raun að þannig væri í pottinn búið. Hún hlustaði ekki einu sinni á ræðu mína,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Eins og fram hefur komið þá fluttust jafnréttismálin frá forsætisráðuneytinu yfir í dómsmálaráðuneytið þegar ný ríkisstjórn tók við og sagði Þorbjörg Sigríður af því tilefni að hún væri stolt af því að vera ráðherra þessara mikilvægu málaflokka. Þorbjörg Sigríður tók við jafnréttismálunum þegar ný ríkisstjórn við og sagðist við það tækifæri, á Instagram, vera stolt af því að hafa tekið við svo mikilvægum málaflokki og birti mynd af starfsfólki jafnréttis og mannréttinda í ráðuneytinu.instagram Snorri segir að í ræðu sinni hafi hann rakið atriði sem í hans huga eru hvert öðru fáránlegra. Hann segir ljóst að þó Viðreisn hafi ekki haft hátt um jafnlaunavottunina í kosningabaráttunni þá hviki Viðreisn hvergi frá því að hún sé góð og gild þrátt fyrir að vísindalega sé sannað að hún hafi engu skilað. Stjórnlyndi Viðreisnar þekkir engin takmörk Og áfram skal haldið: „Jafnréttisstofa skal áfram birta opinberan lista yfir fyrirtæki sem hafa keypt „jafnlaunavottunina“ – hamborgarastaði jafnt sem samlokustaði – meðalverðið hjá vottunaraðila er vel að merkja um 7,6 milljónir,“ segir Snorri meðal annars. En hann birti á Facebook-síðu sinni punkta upp úr ræðu sinni: Viðreisn hefur þar með sýnt og sannað að hann sé stjórnlyndur fram í fingurgóma: „Já, ég verð að segja, það kemur flatt uppá mig að markaðssinnaður flokkur sem á mögulega að heita hægra megin við miðjuna og hefur stefnu til að standa gegn forræðishyggju hvers konar og stjórnlyndi skuli án þess að depla auga taka upp áætlanir okkar stjórnlyndustu vinstri flokka. Þar sem markmiðið er að ríkisvaldið leggi upp með einhvers konar opinbera hugmyndafræði og beiti öllum tiltækum ráðum til að knýja þá hugmyndafræði í gegn. Þetta er auðvitað í andstöðu við frjálslynda hugmyndafræði. “ Snorri segir að það hafi komið sér á óvart hversu menn á þingi eru óttaslegnir að leggja orð í belg um þessi mál sem vilja einfaldlega fljóta í gegn án umræðu. Vilja ráða því hvað fólk hugsar og hvernig það hegðar sér Þá segir þingmaðurinn að yfirlýst markmið sé ætíð voðalega göfugt en það sé augljóst að raunverulega markmiðið er: „Að ákveða með einum eða öðrum hætti fyrir borgara hvernig þeir eigi að hugsa og hegða sér.“ Snorri Másson rak upp stór augu þegar hann tók eftir því að Viðreisn er með svo gott sem óbreytta jafnréttisáætlun frá Vinstri grænum.vísir/vilhelm Snorri er hlessa og líkir þessu við „cartel“ eða mafíu, þá í tengslum við vottunarbransann. Sem hann segir heldur betur skjóta skökku við nú á tímum þegar konur gegni bókstaflega öllum æðstu embættum þjóðarinnar: „Á tímum þar sem leiðréttur launamunur á milli karla og kvenna mælist 3,6 prósent - sem sagt varla marktækur ef tekið er tillit til fjölbreyttra lífsákvarðana fólks - og á tímum þar sem 58 prósent kvenna er með háskólamenntun - og aðeins 31 prósent karla er með háskólamenntun. Á tímum þar sem framhaldsskólar eru með kynjakvóta til að sýna hinum ólæsu drengjum mildi í inntökuferlinu, og á tímum þar sem algert lagalegt jafnrétti á milli karla og kvenna hefur í áratugi ríkt samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og ekkert bendir til að neinn vilji breyta því.“ Alltaf megi teygja sig lengra Snorri segir að það felist því ákveðin hugarleikfimi að halda því fram að hér hafi orðið mikið „bakslag“ í réttindum kvenna. En það megi alltaf teygja sig - það megi alltaf færa rök fyrir bakslaginu, eins og er gert með fjölbreyttum hætti í þessari jafnréttisáætlun hæstvirts dómsmálaráðherra. „Úr því að allur þessi jafnréttisárangur hefur náðst á helstu sviðum erum við núna sannarlega komin út í smáatriðin í leit að bakslaginu. Ekkert svið samfélagsins er þeirri vinnu óviðkomandi. Hver er til dæmis staðan þegar kemur að rafbílaeign yfirstéttarinnar? Ríkir jafnrétti þar eða verður ríkisvaldið að grípa inn í eigin inngrip?“ spyr Snorri meðal annars.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Miðflokkurinn Jafnréttismál Mannréttindi Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira