„Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2025 08:31 Elmar Atli Garðarsson verður ekki með Vestra fyrstu vikur Íslandsmótsins sem hefst um helgina. Vísir/Hulda Margrét Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk. Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli. Besta deild karla Vestri Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Elmar Atli var í mars dæmdur í tveggja mánaða bann og missir því af samtals sjö fyrstu leikjum Vestra í Bestu deildinni vegna veðmála sinna á síðustu leiktíð. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ kemur fram að hann hafi á síðasta ári veðjað á 31 leik í Bestu deild karla, fjóra leiki í Mjólkurbikar og tvo leiki í Lengjubikar, eða samtals 37 leiki í keppnum sem Vestri tók þátt í. Hann veðjaði þó aldrei á leiki síns eigin liðs og ekkert benti til þess að hann hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. „Ég vissi eiginlega ekkert við hverju ég átti að búast,“ segir Elmar Atli við RÚV og bætir við: „Það hafa komið upp tvö svipuð mál og ég var alveg að búast við þyngri dómi. En líka auðvitað að vonast eftir mildari dómi. Þetta hefði getað farið verr fyrir mig. Kannski bara sanngjarn dómur, maður braut reglur.“ Í dómnum kemur fram að tekið sé tillit til þess að mikill dráttur hafi verið á málinu en fjórir mánuðir liðu frá því að KSÍ fékk veðmálasögu Elmars Atla frá UEFA og MGA áður en framkvæmdastjóri KSÍ skilaði greinargerð til aga- og úrskurðarnefndar þann 7. mars. Elmar Atli kveðst þakklátur fyrir stuðning þjálfara síns, Davíðs Smára Lamude, og formannsins Samúels Samúelssonar. Hann er jafnframt spurður út í það hvort að hann telji veðmál vera stórt vandamál innan fótboltans en Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að umfang veðmálastarfsemi í kringum fótbolta hérlendis væri áhyggjuefni. „Ég á erfitt með að svara því. Þetta hefur aldrei verið vandamál fyrir mig og ég get alveg lifað lífinu án þess að vera í þessu. Maður var bara að sækja í einhverja spennu. Auðvitað er fólk þarna úti sem er fíklar og ef það er þannig er það alls ekki gott. En ef þú getur veðjað án þess að það truflar líf þitt er það nú ekki stórmál,“ segir Elmar Atli.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira