Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2025 13:02 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum. Vísir/Ívar Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Vitundarvakningin ber heitið #ÉGLOFA. Henni var ýtt úr vör í morgun með vinnustofu í Tónabæ. Þar ræddu ungmenni í tíunda bekk og úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hvað þau telja að fullorðnir geti gert betur. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra hjá Barnaheillum segir of mörg börn hér á landi verða fyrir kynferðisofbeldi. „Og alltof fá börn segja frá. Við viljum að fullorðnir taki ábyrgðina og við erum að biðja fólk um að lakka litlu nöglina græna og gefa litla putta loforð um að gera eitthvað, allir geta gert eitthvað, hlusta, styðja, bregðast við, tilkynna grun, fræða um hætturnar á netinu og svo framvegis.“ Vandinn mikill Kolbrún segir að markmiðið með vinnustofunni í dag vera þá að móta tillögur til úrbóta. Tölur íslensku æskulýðsrannsóknarinnar sýni að vandinn sé mikill. Samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni árið 2024 sögðu um 700 börn í 8. til 10 bekk að annar unglingur hefði haft við þau samfarir eða munnmök gegn vilja þeirra, 250 á sama aldri sögðu að einhver fullorðinn, að minnsta kosti fimm árum eldri, hefði haft samfarir eða munnmök við þau einhvern tíma á lífsleiðinni. Innan við helmingur þeirra barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi segjast hafa sagt einhverjum frá ofbeldinu. „Þá vildum við heyra raddir barna og ungmenna, hvað þurfa þau frá fullorðnum til þess að við getum varið þau betur og þess vegna boðuðum við hingað nemendur hingað úr tíunda bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum til þess að koma saman, ræða þessi mál og hvað getum við gert betur, bæði sem samfélag, sem foreldrar, skólakerfið, dómskerfið. Hvað er það sem þau þurfa frá okkur fullorðna fólkinu.“ Tillögurnar sem krakkarnir leggja til á vinnustofunni í dag verða svo afhentar stjórnvöldum. „Þær verða dregnar saman í ákall til stjórnvalda og til fullorðinna í samfélaginu um það hvað unga fólkið vill að við gerum betur.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira