Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. apríl 2025 13:23 Þorgerður Katrín ræðir hér við Marco Rubio. Með þeim eru David Lammy og Antonio Tajani, utanríkisráðherrar Bretlands og Ítalíu. AP/Jacquelyn Martin Utanríkisráðherra segir fyrstu samtöl sín við kollega sinn frá Bandaríkjunum lofa góðu. Öryggi á Norðurslóðum sé að færast ofar á forgangslista Atlantshafsbandalagsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“ Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund með kollegum sínum úr NATÓ í Brussel. Um er að ræða fyrsta slíka fundinn sem Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sækir. „Mér fannst einkenna fundinn mikil samstaða. Að gera NATO sterkara, gera NATO þannig að það sé í stakk búið til þess að vera bæði með fælingarmátt en líka verja þjóðir bandalagsins,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. „Ég verð bara að vera einlæg. Mér fannst þetta vera betri fundur en ég vonaðist til.“ Ljóst sé að öll NATO-ríkin átti sig á mikilvægi bandalagsins. Evrópuríkin séu sjálf að átta sig Donald Trump Bandaríkjaforseti og stjórn hans hafa haft uppi háværar kröfur um að Evrópuríki leggi meira til bandalagsins. „En það er líka alveg skýrt af hálfu Evrópuríkjanna að þau eru ekki bara að fara eftir kröfum Bandaríkjanna. Þau eru mjög vel að átta sig á því sjálf að þau þurfa að auka verulega framlög til varnarmála. Það er ekki lengur verið að tala um tvö prósent af landsframleiðslu eða þrjú. Það er verið að tala fjögur til fimm prósent.“ Íslendingar séu einnig að auka við sín framlög. Átti óformlegt samtal við Rubio Þorgerður ræddi við Rubio á óformlegum fundi. Geturðu upplýst eitthvað um hvað fór ykkar á milli? „Það voru óformleg samtöl sem ég ætla kannski ekki að fara yfir, en þau lofa góðu. Fyrstu skrefin lofa góðu og undirstrika hversu mikilvæg góð samskipti þessara ríkja eru.“ Málefni Grænlands hafi ekki borið á góma, en öll ríki hafi verið sammála um að mesta ógnin stafaði frá Rússlandi, og að stuðningur við Úkraínu væri ótvíræður. „Norðurslóðir og öryggi varna á því svæði ... viðbrögð á svæðinu.“
Utanríkismál NATO Bandaríkin Grænland Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira