Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2025 14:00 Fyrirliðlinn Höskuldur Gunnlaugsson með skjöldinn á lofti síðasta haust. VÍSIR/VILHELM Íslandsmeistarar Breiðabliks hefja titilvörn sína í kvöld þegar þeir fá nýliða Aftureldingar í heimsókn í Smárann en þetta er opnunarleikur Bestu deildar karla í fótbolta í ár. Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011 Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Blikar unnu sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í karlaflokki síðasta haust en hina titlana vann liðið 2010 og 2022. Blikar byrjuðu báðar hinar titilvarnir sínar á tapi. Nú er að sjá hvort þeir geta breytt þeirri óvinsælu venju sinni í kvöld. Sumarið 2011 voru Blikar á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 2-3 á móti KR. Blikar voru lentir undir eftir sjö mínútur og voru síðan manni færri frá nítjándu mínútu þegar markvörðurinn Ingvar Þór Kale fékk beint rautt spjald. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrsta mark KR og kom þeim aftur yfir á 36. mínútu eftir að Kristinn Steindórsson hafði jafnaði metin á 15. mínútu. Sjálfsmark Finns Orra Margeirsson kom KR í 3-1 á 57. mínútu en Guðmundur Kristjánsson minnkaði muninn í blálokin. Sumarið 2023 voru Blikar einnig á heimavelli í fyrsta leik en töpuðu þá 3-4 á móti nágrönnum sínum í HK. HK var komið í 2-0 eftir aðeins sjö mínútna leik en Blikar komust seinna yfir í 3-2. HK skoraði tvisvar á lokamínútunum en sigurmarkið skoraði Atli Þór Jónasson á þriðju mínútu í uppbótatíma. Marciano Aziz og Örvar Eggertsson skoruðu tvö fyrstu mörk HK en þriðja mark HK-inga var sjálfsmark fyrirliðans Höskulds Gunnlaugssonar. Gísli Eyjólfsson, Stefán Ingi Sigurðarson og Höskuldur Gunnlaugsson komu Blikum yfir með þremur mínútum á fjögurra mínútna kafla. Þá stefndi í sigur en allt breyttist á dramatískum lokamínútum. Blikarnir hafa því fengið á sig sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Frá árinu 2011 hafa aðeins þrír Íslandsmeistarar byrjað titilvörnina á tapi en níu af fjórtán hafa unnið sinn fyrsta leik. Það eru aðeins bæði Blikaliðin og KR-liðið frá 2014 sem hafa byrjað titilvörn sína á tapleik. Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Fyrsti leikur í titilvörn frá og með árinu 2011: Sigur (9) Víkingur 2024 Víkingur 2022 Valur 2021 KR 2020 Valur 2018 FH 2107 FH 2016 Stjarnan 2015 Jafntefli (2) Valur 2019 KR 2012 Tap (3) Breiðablik 2023 KR 2014 Breiðablik 2011
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira