„Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. apríl 2025 23:30 Ryan McCormick er orðinn þreyttur á sjálfum sér á golfvellinum. Vísir/Getty Íþróttamenn sýna oft á tíðum tilfinningar sínar á vellinum, bæði þegar vel og illa gengur. Golfarinn Ryan McCormick er þar engin undantekning en hann hefur nú gripið til örþrifaráða til að halda sjálfum sér réttu megin við línuna. Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“ Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira
Hinn þrjátíu og þriggja ára gamli Ryan McCormick er ekki þekktasti golfari í heimi. Á síðasta ári lék hann á PGA-mótaröðinni sem er sú sterkasta í heimi en á þessu ári hefur hann mátt sætta sig við að spila á Korn Ferry-mótaröðinni og hefur ekki gengið sérlega vel. Þetta virðist fara í skapið á McCormick og í raun svo mikið að hann er orðinn þreyttur á sjálfum sér og hefur ákveðið að grípa til örþrifaráða. Á Savannah mótinu sást McCormick úti á vellinum þar sem hann var búinn að setja límband fyrir munninn á sjálfum sér. Golf is hard. Ryan McCormick resorted to taping his mouth during R2 of @clubcarchamp. pic.twitter.com/rBjreDoNfN— Korn Ferry Tour (@KornFerryTour) April 4, 2025 „Þetta hefur ekki verið sérlega skemmtilegt og stundum hef ég orðið verulega reiður, þannig að ég límdi fyrir munninn. Ég hugsaði með mér að það myndi fá mig til að halda kjafti,“ sagði McCormick í viðtali á X-síðu Korn Ferry-mótaraðarinnar. Hann segist hafa prófað ýmislegt til að hafa stjórn á eigin reiði. „Ég er búinn að prófa allt. Ég hef lesið fullt af bókum og talað við fólk en ég verð bara of reiður á vellinum. Að lokum var ég ráðþrota og datt þetta í hug fyrir nokkrum vikum síðan.“ Hann líkti sjálfum sér við þekkta persónu úr kvikmyndunum um Batman. „Ég anda allavega og mér líður pínu eins og Bane í Batman. Ég er ekki stoltur en ég vil ekki hafa slæm áhrif á þá sem ég spila með. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim eða mér.“
Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Sjá meira