Íslenski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Ís­lands­mótsins í ár: Var þetta víti?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikinn Valgeir Valgeirsson liggur hér á grasinu eftir meint brot Bjarts Bjarma Barkarsonar. Víti var dæmt og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins úr því.
Blikinn Valgeir Valgeirsson liggur hér á grasinu eftir meint brot Bjarts Bjarma Barkarsonar. Víti var dæmt og Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrsta mark Íslandsmótsins úr því. Vísir/Pawel

Íslandsmeistarar Breiðablik unnu 2-0 sigur á nýliðum Aftureldingar í gær í fyrsta leik Íslandsmótsins í fótbolta árið 2025.

Besta deild karla fór af stað á Kópavogsvellinum í gær. Blikar höfðu aldrei unnið fyrsta leik í titilvörn og Afturelding hafði aldrei spilað leik í efstu deild karla.

Blikar fengu draumabyrjun, voru miklu betri í fyrri hálfleiknum og unnu leikinn á endanum 2-0.

Fyrra markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson úr vítaspyrnu strax á sjöundu mínútu. Víti sem Valgeir Valgeirsson fiskaði.

Ívar Orri Kristjánsson dómari dæmdi víti en það voru þó margir á því að þetta hafi ekki verið víti.

Blikar komust síðan í 2-0 með skallamarki Tobias Thomsen á 33. mínútu. Daninn skallaði þá laglega inn fyrirgjöf frá Viktori Karli Einarssyni.

Hér fyrir neðan má sjá vítadóminn umdeilda og bæði mörkin úr leiknum.

Bestu deild karla heldur síðan áfram með þremur leikjum í dag og kvöld en fylgst verður vel með þeim hér á Vísi.

Klippa: Mörkin úr sigri Blika á Aftureldingu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×