Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. apríl 2025 19:26 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsis Eflingar, lét Hallgrím Helgason rithöfund heyra það í nýjasta umræðuþætti Samstöðvarinnar. Sagði hún Hallgrím búa í búbblu og ekki vita hvað hugtakið woke þýðir. Vísir/Vilhelm Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma. Orðskiptin áttu sér stað þegar verið var að ræða það hvað vinstri öflin í landinu þyrftu að gera til að ná eyrum fleira fólks og var meðal annars rætt um góðan árangur Ingu Sæland og Kristrúnar Frostadóttur í þeim efnum. Almenningur nenni ekki að hlusta á röfl Sólveig Anna hafði eftirfarandi um málið að segja: „Venjulegt fólk, almenningur, auðvitað nennir ekki að hlusta á eitthvað svona sanctemonious röfl, það má aldrei segja þetta, það má ekki tala um þetta, þú ert sek um hugsanaglæp hér og hugsanaglæp þar.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur...“ Sanctimonious er lýsingarorð á ensku sem dregið er af orðinu sacred, sem þýðir að vera heilagur. Orðið er yfirleitt notað í kaldhæðnislegri merkingu um einhvern sem þykist yfir aðra hafinn eða gerist sekur um hræsni. Hægt er að hlýða á orðskiptin hér að neðan í þætti Samstöðvarinnar, en umræðurnar hófust þegar klukkutími var liðinn af þættinum. „Ég bara trúi því ekki!“ Hallgrímur brást ókvæða við pistli Sólveigar og sagði hana tala eins og Trump. „Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á Sólveigu Önnu tala gegn woke. Ég bara trúi því ekki. Þú talar bara eins og Trump,“ sagði Hallgrímur. „Ertu að tala um trans fólk, ertu að tala um homma, lesbíur, eða hvað? Woke er bara að vera næs við fólk. Woke sprettur upp úr menningu blökkumanna og var fyrst notað þar, og þýðir bara að vera alert,“ sagði Hallgrímur. Sólveig svaraði því að fólk eins og Hallgrímur sem saki hana um að tala eins og Trump búi í búbblu, og sagði hann ekki vita hvað woke þýðir. „Ég er að tala gegn hugsanaglæpaleiðindunum í woke-inu. Þetta er líka vandinn með íslenska umræðuhefð, um leið og manneskjan segir eitthvað, sem að manneskjan við hliðina á þér er ósammála, þá er hún bara ásökuð um að vera Trumpisti.“ „Hugsanaglæpurinn sem ég hef núna framið, hann verður til þess að einhver merkilegur íslenskur rithöfundur á miðjum aldri getur kallað mig Trumpista,“ sagði Sólveig. „Horfðu í spegil“ Hallgrímur spurði Sólveigu svo hvar umburðarlyndið væri hjá henni, en hún sagði honum þá að horfa í spegil. „Hvar er umburðarlyndið í þér fyrir mínum ólíku skoðunum? Horfðu í spegil. Þú varst að enda við að kalla mig Trumpista af því að ég var að lýsa því yfir að ég hefði óbeit á vissum anga authoritarian hugmyndafræði,“ sagði Sólveig, og sagði woke-ið þannig tegund af alræðishyggju. Hallgrímur bað Sólveigu að lokum afsökunar á að hafa kallað hana Trumpista. Orðskiptin hafa vakið mikla athygli á flestum samfélagsmiðlum, sérstaklega á X, þar sem myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu. Margir hægri menn á X-inu hafa deilt klippunni og fagnað óvæntum liðsauka í Sólveigu. „Shiii Sólveig Anna er greinilega one of our own. Hallgrímur Helgason var svo bara mættur í sína eigin jarðarför sá absolute trúður,“ segir Sigurður Gísli Bond. Shiiiiii Sólveig Anna er greinilega one of our own. Hallgrimur Helgason var svo bara mættur í sína eigin jarðarför sá absolute trúður https://t.co/yzRMkchxOy— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) April 6, 2025 „Hélt ég myndi aldrei segja þetta en... Sólveig Anna með neglu þarna,“ segir Egill Trausti, sem gekk lengi undir nafninu Egill pípari á X-inu. Hann er Sjálfstæðismaður og pípari, og situr í fjárlaganefnd Sjálfstæðisflokksins. Hélt ég myndi aldrei seigja þetta en... Sólveig Anna með neglu þarna. https://t.co/HUctEQSmKL— Egill Trausti (@egilltrausti) April 6, 2025 Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi Einnar pælingar, er sá sem vakti athygli á orðskiptunum sennilega fyrstur manna. „Hér er spot on greining úr óvæntri átt,“ sagði hann um málið. Hér er spot on greining úr óvæntri átt. pic.twitter.com/pjiaRxFGh1— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) April 6, 2025 Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og landsþekktur andstæðingur woke-hugsunarinnar, segir ánægjulegt að fá fleiri um borð. „„Authoritarian“ er lykilorð. Það gleymist í öllu bullinu að þetta er í alvöru göfug frelsisbarátta. Ánægjulegt að fá fleiri um borð. Til sigurs,“ segir Snorri. „Authoritarian” er lykilorð. Það gleymist í öllu bullinu að þetta er í alvöru göfug frelsisbarátta. Ánægjulegt að fá fleiri um borð. Til sigurs. https://t.co/sBhoBMwkiw— Snorri Másson (@5norri) April 6, 2025 Jafnréttismál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Orðskiptin áttu sér stað þegar verið var að ræða það hvað vinstri öflin í landinu þyrftu að gera til að ná eyrum fleira fólks og var meðal annars rætt um góðan árangur Ingu Sæland og Kristrúnar Frostadóttur í þeim efnum. Almenningur nenni ekki að hlusta á röfl Sólveig Anna hafði eftirfarandi um málið að segja: „Venjulegt fólk, almenningur, auðvitað nennir ekki að hlusta á eitthvað svona sanctemonious röfl, það má aldrei segja þetta, það má ekki tala um þetta, þú ert sek um hugsanaglæp hér og hugsanaglæp þar.“ „Fólk vill bara fá að tala, einmitt frjálst, vill fá að koma skoðunum sínum á framfæri, vill mæta stjórnmálafólki sem jafningjum, en þetta svona sanctimonious, woke leiðindaþus, um leið og hið svokallaða vinstri fattar að sá tími er liðinn, það þolir þetta enginn lengur...“ Sanctimonious er lýsingarorð á ensku sem dregið er af orðinu sacred, sem þýðir að vera heilagur. Orðið er yfirleitt notað í kaldhæðnislegri merkingu um einhvern sem þykist yfir aðra hafinn eða gerist sekur um hræsni. Hægt er að hlýða á orðskiptin hér að neðan í þætti Samstöðvarinnar, en umræðurnar hófust þegar klukkutími var liðinn af þættinum. „Ég bara trúi því ekki!“ Hallgrímur brást ókvæða við pistli Sólveigar og sagði hana tala eins og Trump. „Ég trúi ekki að ég sé að hlusta á Sólveigu Önnu tala gegn woke. Ég bara trúi því ekki. Þú talar bara eins og Trump,“ sagði Hallgrímur. „Ertu að tala um trans fólk, ertu að tala um homma, lesbíur, eða hvað? Woke er bara að vera næs við fólk. Woke sprettur upp úr menningu blökkumanna og var fyrst notað þar, og þýðir bara að vera alert,“ sagði Hallgrímur. Sólveig svaraði því að fólk eins og Hallgrímur sem saki hana um að tala eins og Trump búi í búbblu, og sagði hann ekki vita hvað woke þýðir. „Ég er að tala gegn hugsanaglæpaleiðindunum í woke-inu. Þetta er líka vandinn með íslenska umræðuhefð, um leið og manneskjan segir eitthvað, sem að manneskjan við hliðina á þér er ósammála, þá er hún bara ásökuð um að vera Trumpisti.“ „Hugsanaglæpurinn sem ég hef núna framið, hann verður til þess að einhver merkilegur íslenskur rithöfundur á miðjum aldri getur kallað mig Trumpista,“ sagði Sólveig. „Horfðu í spegil“ Hallgrímur spurði Sólveigu svo hvar umburðarlyndið væri hjá henni, en hún sagði honum þá að horfa í spegil. „Hvar er umburðarlyndið í þér fyrir mínum ólíku skoðunum? Horfðu í spegil. Þú varst að enda við að kalla mig Trumpista af því að ég var að lýsa því yfir að ég hefði óbeit á vissum anga authoritarian hugmyndafræði,“ sagði Sólveig, og sagði woke-ið þannig tegund af alræðishyggju. Hallgrímur bað Sólveigu að lokum afsökunar á að hafa kallað hana Trumpista. Orðskiptin hafa vakið mikla athygli á flestum samfélagsmiðlum, sérstaklega á X, þar sem myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu. Margir hægri menn á X-inu hafa deilt klippunni og fagnað óvæntum liðsauka í Sólveigu. „Shiii Sólveig Anna er greinilega one of our own. Hallgrímur Helgason var svo bara mættur í sína eigin jarðarför sá absolute trúður,“ segir Sigurður Gísli Bond. Shiiiiii Sólveig Anna er greinilega one of our own. Hallgrimur Helgason var svo bara mættur í sína eigin jarðarför sá absolute trúður https://t.co/yzRMkchxOy— Sigurđur Gísli Bond (@SigurdurGisli) April 6, 2025 „Hélt ég myndi aldrei segja þetta en... Sólveig Anna með neglu þarna,“ segir Egill Trausti, sem gekk lengi undir nafninu Egill pípari á X-inu. Hann er Sjálfstæðismaður og pípari, og situr í fjárlaganefnd Sjálfstæðisflokksins. Hélt ég myndi aldrei seigja þetta en... Sólveig Anna með neglu þarna. https://t.co/HUctEQSmKL— Egill Trausti (@egilltrausti) April 6, 2025 Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi Einnar pælingar, er sá sem vakti athygli á orðskiptunum sennilega fyrstur manna. „Hér er spot on greining úr óvæntri átt,“ sagði hann um málið. Hér er spot on greining úr óvæntri átt. pic.twitter.com/pjiaRxFGh1— Thorarinn Hjartarson (@TotiHjartar) April 6, 2025 Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og landsþekktur andstæðingur woke-hugsunarinnar, segir ánægjulegt að fá fleiri um borð. „„Authoritarian“ er lykilorð. Það gleymist í öllu bullinu að þetta er í alvöru göfug frelsisbarátta. Ánægjulegt að fá fleiri um borð. Til sigurs,“ segir Snorri. „Authoritarian” er lykilorð. Það gleymist í öllu bullinu að þetta er í alvöru göfug frelsisbarátta. Ánægjulegt að fá fleiri um borð. Til sigurs. https://t.co/sBhoBMwkiw— Snorri Másson (@5norri) April 6, 2025
Jafnréttismál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira