Golf

Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ángel Cabrera með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna James Hardie Pro-Football Hall of Fame Invitational.
Ángel Cabrera með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna James Hardie Pro-Football Hall of Fame Invitational. getty/Rich Storry

Argentínski kylfingurinn Ángel Cabrera vann mót á vegum PGA um helgina. Það var hans fyrsti sigur eftir að hann losnaði úr fangelsi.

Cabrera var dæmdur í fangelsi fyrir heimilisofbeldi og sat inni í tvö ár. Hann var látinn laus í ágúst 2023 og fékk leyfi til að keppa á mótum á vegum PGA síðar sama ár.

Í gær vann hinn 55 ára Cabrera sigur á James Hardie Pro Football Hall of Fame Invitational. Það var hans fyrsti sigur á PGA-móti í 3.927 daga.

„Þetta er mjög tilfinningaríkt eftir allt sem ég hef gengið í gegnum síðustu árin. Svo að vera hér og fá annað tækifæri og vinna aftur er mjög tilfinningaríkt fyrir mig,“ sagði Cabrera sem lék á ellefu höggum undir pari á mótinu á Flórída. Hann var tveimur höggum á undan K.J. Choi.

Cabrera vann Opna bandaríska 2007 og Masters tveimur árum seinna. Hann snýr bráðlega aftur á Augusta National en Masters hefst á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×