„Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2025 15:31 Páll og Hilmar segja báðir að við séum á rangri leið í skipulagi Reykjavíkur. Arkitekt segir að verið sé að byggja glænýju hverfi borgarinnar fyrir verktakana og fjáreigendurna en ekki íbúana. Byggt er svo þétt að ekki er gert ráð fyrir að íbúar fái fjölskyldu eða vini í heimsókn. Í glænýjum þéttum hverfum borgarinnar eru einungis 70% íbúða með bílastæði og oft hreinlega engin gestastæði þannig að ekki er hægt að fá gesti í heimsókn. Þétting byggðar hjá borginni gengur meðal annars út á að fækka bílum í borginni þannig að fleiri ferðist með strætisvögnum og fari hjólandi og svo með Borgarlínunni þegar og ef hún kemur. Fagaðilar eins og arkitektar og umhverfissálfræðingar hafa gagnrýnt aðferðafræði borgarinnar og kalla eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar í borginni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér málin í síðustu viku. „Við sáum það að borgin er að breytast og það er verið að byggja mikið af mjög stórum húsum sem hafa þau einkenni að vera hönnuð og byggð fyrir fjárfesta og ekki fyrir markaðinn. En fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram. „Hvatinn er því bara að byggja mikið og þétt.“ „Við sjáum það núna þegar þessi verkefni fara af stað, eru byggð og verða að raunveruleika að það er kannski full ástæða til að fara aðeins að staldra við og sjá hvort við séum í raun og veru á þeirri leið sem við viljum. Hvort við séum að skapa það umhverfi og aðstæður sem við viljum vera að skapa. Þetta er svona það sem maður kallar spennitreyjuskipulag,“ segir Páll Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði. „Sveigjanleikinn í umhverfismótuninni er mjög lítill. Þetta er svo frábrugðið því umhverfi sem við þróuðumst í og okkar skynbragð og líkami er hannaður til að vera í,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Borgarlína Skipulag Reykjavík Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Byggt er svo þétt að ekki er gert ráð fyrir að íbúar fái fjölskyldu eða vini í heimsókn. Í glænýjum þéttum hverfum borgarinnar eru einungis 70% íbúða með bílastæði og oft hreinlega engin gestastæði þannig að ekki er hægt að fá gesti í heimsókn. Þétting byggðar hjá borginni gengur meðal annars út á að fækka bílum í borginni þannig að fleiri ferðist með strætisvögnum og fari hjólandi og svo með Borgarlínunni þegar og ef hún kemur. Fagaðilar eins og arkitektar og umhverfissálfræðingar hafa gagnrýnt aðferðafræði borgarinnar og kalla eftir breyttu viðhorfi til skipulags og hönnunar í borginni. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kynnti sér málin í síðustu viku. „Við sáum það að borgin er að breytast og það er verið að byggja mikið af mjög stórum húsum sem hafa þau einkenni að vera hönnuð og byggð fyrir fjárfesta og ekki fyrir markaðinn. En fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt,“ segir Hilmar Þór Björnsson arkitekt og heldur áfram. „Hvatinn er því bara að byggja mikið og þétt.“ „Við sjáum það núna þegar þessi verkefni fara af stað, eru byggð og verða að raunveruleika að það er kannski full ástæða til að fara aðeins að staldra við og sjá hvort við séum í raun og veru á þeirri leið sem við viljum. Hvort við séum að skapa það umhverfi og aðstæður sem við viljum vera að skapa. Þetta er svona það sem maður kallar spennitreyjuskipulag,“ segir Páll Jakob Líndal sem er doktor í umhverfissálfræði. „Sveigjanleikinn í umhverfismótuninni er mjög lítill. Þetta er svo frábrugðið því umhverfi sem við þróuðumst í og okkar skynbragð og líkami er hannaður til að vera í,“ segir Páll. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Borgarlína Skipulag Reykjavík Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira