„Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. apríl 2025 09:01 Xander Schauffele fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu á síðasta ári. EPA-EFE/ROBERT PERRY Xander Schauffele segist klár í slaginn fyrir komandi Masters-mót í golfi sem fram fer um helgina. Eftir frábært síðasta ár hefur hann átt í meiðslavandræðum á nýju ári. Schauffele fór mikinn á árinu 2024. Hann fagnaði sigri á tveimur af fjórum risamótum. Það fyrra vann hann í maí á Valhalla-vellinum er hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meistaramótinu og fylgdi því eftir með sigri á Opna breska meistaramótinu í júlí. Schauffele er þriðji á heimslistanum en rifjameiðsli hafa strítt honum það sem af er ári. Þrátt fyrir það hefur hann komist í gegnum niðurskurð á 60 mótum í röð á PGA-mótaröðinni. Æfingum var frestað á Augusta-vellinum í Georgíu í gær vegna þrumuveðurs og rigninga. Schauffele sagði í viðtali í gær: „Ég get algjörlega unnið mótið. Ég væri ekki hérna ef ég tryði því ekki. Ég veit hvað ég er fær um þegar mér líður vel, þegar ég hugsa ekki um annað en að koma boltanum í holuna,“ „Ég hef verið að vinna í því að komast aftur á þann stað. Mér finnst ég hafa snúið hlutum við síðasta mánuðinn,“ segir Schauffele um heilsuna. „Á síðasta ári gekk mjög vel. Ef ég er heilbrigður, hreyfi mig vel, sveifla vel og haga undirbúningnum á réttan hátt veit ég alveg hvert það getur skilað mér,“ segir Schauffele sem hefur verið á meðal 18 efstu á síðustu ellefu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Masters-mótið hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4 frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld. Masters-mótið Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Schauffele fór mikinn á árinu 2024. Hann fagnaði sigri á tveimur af fjórum risamótum. Það fyrra vann hann í maí á Valhalla-vellinum er hann stóð uppi sem sigurvegari á PGA-meistaramótinu og fylgdi því eftir með sigri á Opna breska meistaramótinu í júlí. Schauffele er þriðji á heimslistanum en rifjameiðsli hafa strítt honum það sem af er ári. Þrátt fyrir það hefur hann komist í gegnum niðurskurð á 60 mótum í röð á PGA-mótaröðinni. Æfingum var frestað á Augusta-vellinum í Georgíu í gær vegna þrumuveðurs og rigninga. Schauffele sagði í viðtali í gær: „Ég get algjörlega unnið mótið. Ég væri ekki hérna ef ég tryði því ekki. Ég veit hvað ég er fær um þegar mér líður vel, þegar ég hugsa ekki um annað en að koma boltanum í holuna,“ „Ég hef verið að vinna í því að komast aftur á þann stað. Mér finnst ég hafa snúið hlutum við síðasta mánuðinn,“ segir Schauffele um heilsuna. „Á síðasta ári gekk mjög vel. Ef ég er heilbrigður, hreyfi mig vel, sveifla vel og haga undirbúningnum á réttan hátt veit ég alveg hvert það getur skilað mér,“ segir Schauffele sem hefur verið á meðal 18 efstu á síðustu ellefu risamótum sem hann hefur tekið þátt í. Masters-mótið hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá því á Stöð 2 Sport 4 frá fimmtudegi fram á sunnudag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 19:00 á fimmtudagskvöld.
Masters-mótið Golf Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira