Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2025 10:53 Alexander Stubb, forseti Finnlands, á þemaþingi Norðurlandsráðs í síðustu viku. Hann er liðtækur kylfingur og spilaði golf með Bandaríkjaforseta á dögunum. Magnus Fröderberg/norden.org Forseti Finnlands telur að Norðurlöndin ættu að leggja áherslu á góð samskipti við Bandaríkin til þess að tryggja að þau fari ekki í „ranga átt“. Hann sagðist ekki trúaður á að Bandaríkin segðu skilið við NATO þegar íslenskur þingmaður spurði hann út í framtíð vestræna varnarsamstarfsins. Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Blikur hafa verið á lofti um framtíð Atlantshafsbandalagsins eftir forsetaskipti í Bandaríkjunum í byrjun árs. Stjórn repúblikana hefur sagt Evrópuríkjum að varnir Evrópu séu ekki lengur forgangsmál hennar. Þá vakti ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að stöðva tímabundið hernaðaraðstoð við Úkraínu og taka undir málflutning stjórnvalda í Kreml um stríðið ugg í brjósti evrópskra ráðamanna. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Alexander Stubb, forseta Finnlands hvort Bandaríkin væru enn traustur bandamaður á þemaþingi Norðurlandaráðs þar sem öryggis- og varnarmál voru í öndvegi í síðustu viku. Vísaði hún til „ólíðandi“ orðræðu vestanhafs í garð Grænlendinga og Dana en Bandaríkjastjórn hefur ítrekað lýst því yfir að hún ætli að komast yfir danska landssvæðið með einum eða öðrum hætti að undanförnu. Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, spurði Stubb út í sambandið við Bandaríkin.Magnus Fröderberg/norden.org Stubb, sem hafði spilað golf með Bandaríkjaforseta á Flórída skömmu áður, sagði að allir yrðu að skilja að samband Bandaríkjanna og Evrópu væri að breytast. Breytingar væru alltaf erfiðar og ógnvekjandi en Norðurlöndin þyrftu að ákveða hvernig þau ætluðu að bregðast við. Að hans dómi ættu Norðurlöndin að rækta góð tengsl við Bandaríkjastjórn og tryggja að hún verði áfram virk í NATO. „Af því sem ég hef heyrt og af samræðum mínum við bandaríska forsetann sé ég engar vísbendingar frá alvörugefnu fólki um að Bandaríkin yfirgefi NATO,“ sagði finnski forsetinn. Hafa ýmislegt fram að færa Norðurlöndin gætu hvert og eitt eflt tengslin við Bandaríkin og hefðu ýmislegt fram að færa. „Á þessari stundu hef ég mikla trú á að við ættum að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja að þau fari ekki í ranga átt,“ sagði Stubb. Núverandi Bandaríkjaforseti hefur verið afar gagnrýninn á NATO og bandalagsríki Bandaríkjanna þar, sérstaklega vegna þess að hann telur þau ekki leggja nógu mikið fé til eigin varna. Á fyrra kjörtímabili hans frá 2017 til 2021 ræddi hann um að draga Bandaríkin út úr NATO. Hann hótaði einnig að koma ekki aðildarríkjum NATO til varnar ef ráðist væri á þau en það er grundvallarforsenda varnarbandalagsins að árás á eitt ríki jafngildi árás á þau öll.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Finnland Bandaríkin NATO Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira